Laus störf til afleysingar við Djúpavogsskóla
Í Djúpavogsskóla er laus til umsóknar
- afleysing í stöðu samfélags- og náttúrufræðikennara á mið- og unglingastigi, til 20. desember 2025.
- afleysing í stöðu tónlistarkennara í (samreknum) Tónlistarskóla Djúpavogs, til 30 maí 2025.
Um er að ræða til afleysingar:
- 80% stöðu kennara í samfélags- og náttúrufræði á mið- og unglingastigi til 20. desember 2025.
- Stöðu tónlistarkennara í (samreknum) Tónlistarskóla Djúpavogs, til 30 maí 2025. Starfshlutfall er umsemjanlegt.
Djúpavogsskóli er samrekinn grunn- og tónlistarskóli með innan við 100 nemendur.
Skólinn vinnur í takt við hæglætishugmyndir Cittaslow og leggur mikla áherslu á uppbyggilega skólaþróun og velferð nemenda og starfsfólks. Skólinn er í mikilli þróun með áherslu á t.d. úti- og grenndarnám, fjölbreytta kennsluhætti, samþætting, núvitund og andlegt heilbrigði og sjálfbærni. Lögð er rík áhersla á teymisvinnu og teymiskennslu.
Við leitum að jákvæðum einstaklingum sem eru tilbúin að taka þátt í þróunarstarfi og starfa eftir stefnu og framtíðarsýn skólans og geta hafið störf sem fyrst.
Eftirtalin störf eru auglýst:
- 80% Staða samfélags- og náttúrufræðikennara á mið- og unglingastigi, til 20 desember 2025
- Staða tónlistarkennara við tónlistarskóla Djúpavogs til afleysingar til 30. maí 2025. Starfshlutfall umsemjanlegt.
Djúpavogsskóli er teymiskennsluskóli sem leggur mikla áherslu á skapandi nám, fjölbreyttar kennsluaðferðir, hæglæti og uppbyggilega skólaþróun.
Við leitum eftir öflugum og áhugasömum einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt í að byggja upp fjölbreytt skólastarf í samræmi við framtíðarsýn skólans, með áherslu á gott skólasamfélag og að styrkleikar allra fái notið sín.
- Annast kennslu nemenda samkvæmt markmiðum aðalnámskrár grunnskóla í samráði við skólastjóra og aðra kennara með hliðsjón af þörfum, þroska og velferð nemenda.
- Styðja nemendur í félagslegum athöfnum og að taka virkan þátt í skólasamfélaginu.
- Taka þátt í skólaþróun og uppbyggingu í samræmi við stefnu skólans og sveitarfélags.
- Taka virkan þátt í góðri teymisvinnu skólans.
- Að efla gott samstarf heimila og skóla.
- Kennsluréttindi er skilyrði.
- Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.
- Góð samskipta- og samstarfshæfni.
- Faglegur metnaður og lausnamiðuð hugsun.
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
- Áhugi á að starfa í teymi.
- Gott vald á íslenskri tungu.