Lindaskóli
Lindaskóli er heildstæður grunnskóli fyrir börn frá 1. – 10. Bekk og er staðsettur við Núpalind 7.
Gildi Lindaskóla eru vinátta, virðing, viska og eiga þau að vera rauði þráðurinn í öllu starfi skólans. Í Lindaskóla er nemandinn í forgrunni í öllu skólastarfi. Leitast er við að skapa nemendum námsumhverfi þar sem hlúð er að hverjum einstaklingi og mismunandi þörfum þeirra. Í skólastarfinu er lögð áhersla á að allir nemendur fái nám við sitt hæfi. Lindaskóli leggur árherslu á að ná þessu markmiði með jákvæðu viðmóti og virðingu fyrir einstaklingnum
Stefna Lindaskóla er velgengi í skólastarfi, fagleg færni og metnaður. Starfsfólk Lindaskóla leggur mikla áherslu á að nemendum líði vel í skólanum og að nemendur leggi sig fram við námið og þau markmið og gildi sem skólinn setur sér.
Ertu með hjarta sem slær fyrir menntun? Þá leitum við að þér
Við leitum að áhugasömum og metnaðarfullum kennara til liðs við frábæran hóp starfsfólks í Lindaskóla
Lindaskóli er heildstæður grunnskóli í Kópavogi. Í skólanum um 460 nemendur í 1. -10. bekk og 90 starfsmenn. Þar ríkir góður starfsandi og vinnuaðstæður eru góðar. Lindaskóli leggur rækt við listir og menningu í skólastarfinu. Hann leggur jafnframt áherslu á umhverfismennt og tekur þátt í innleiðingu Barnasáttmálans. Virk heilsuefling er eitt einkenna skólans og hefur til margra ára verið í forystusveit skóla sem hafa tekið þátt í Skólahreysti. Mikil og góð samvinna er milli skólans og heimila í nærumhverfinu. Mikil áhersla er lögð á upplýsingatækni og fjölbreytta kennsluhætti.
Gildi Lindaskóla eru Vinátta, Virðing, Viska.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Annast almenna kennslu á yngsta stigi í samráði við samkennara
- Bekkjarumsjón og samskipti og samstarf við foreldra og forráðamenn
- Skipulagning og framkvæmd náms í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla.
- Stuðla að jákvæðu og hvetjandi skólaumhverfi fyrir alla nemendur.
- Þátttaka í þróunarstarfi og starfsmannafundum.
- Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við fagfólk skólans
Menntunar- og hæfniskröfur
- Kennaramenntun og leyfisbréf til kennslu
- Reynsla af kennslu yngri barna æskileg
- Góð þekking á upplýsingatækni og notkun rafrænna miðla í kennslu og starfi
- Reynsla af teymiskennslu kostur
- Frumkvæði og metnaður í starfi
- Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
- Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
- Stundvísi og samviskusemi
Auglýsing birt6. janúar 2025
Umsóknarfrestur11. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Núpalind 7, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Laus staða í Marbakka
Leikskólinn Marbakki
Umsjónarkennari á yngsta stig, 100% starf.
Seltjarnarnesbær
Við látum drauma barna rætast
Leikskólinn Hof
Viltu vinna í 7 tíma, en fá greidda 8!
Leikskólar stúdenta
Leikskólakennarar óskast
Kópasteinn
Viltu vinna í 7 tíma, en fá greidda 8!
Leikskólar stúdenta
Deildarstjóri í leikskólann Kópahvol
Kópahvoll
Leikskólakennari óskast á Heilsuleikskólann Holtakot
Heilsuleikskólinn Holtakot
Leikskólakennari óskast á Fífusali
Fífusalir
Leikskólakennari óskast til starfa
Leikskólinn Blásalir
Frístundarleiðbeinandi í félagsmiðstöðvar Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð
Verkefnastjóri í málefnum barna með fjölbreyttan bakgrunn
Kópavogsbær