Leikskólinn Sjáland
Leikskólinn Sjáland
Leikskólinn Sjáland

Kraftmikill og metnaðarfullur yfirdeildarstjóri óskast

Sjáland leitar að yfirdeildarstjóra

Sjáland leikskóli leitar að yfirdeildarstjóra til að vinna með kraftmiklu teymi stjórnenda í frábæru umhverfi við ströndina í Garðabæ. Við erum að leita að öflugum einstaklingi sem hefur góða starfsreynslu á leikskóla, framúrskarandi samskiptahæfileika og með mikinn metnað til að leiða deildir skólans í samræmi við aðalnámskrá leikskóla. Það býr mikill kraftur í mannauði skólans og metnaður okkar er að gera sterkt teymi enn þá öflugra með þessari ráðningu.

Leikskólinn Sjáland er sjálfstætt starfandi leikskóli sem vinnur eftir Fjölvísistefnu Howards Gartner‘s en hún byggir á virðingu fyrir margbreytilega fólks og fjölbreyttum námsaðferðum. Markmiðið er að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir og stuðla að jákvæðri og sterkri sjálfsmynd þeirra.

Skólinn er staðsettur við ströndina í Sjálandshverfinu í Garðabæ í nýlegu og rúmgóðu húsnæði. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni okkar www.sjaland.is

Nánari upplýsingar um skólann má fá í síma 578-1220

Eingöngu kemur til greina að ráða fólk sem hefur lokið B.ed gráðu í leik- eða grunnskólaakennslu, uppeldis- og menntunarfræði, þroskaþjálfun, iðjuþjálfun eða einstaklinga með leyfisbréf í leikskóla/grunnskóla.
Góð hæfni í íslensku er grunnskilyrði
Good Icelandic language skills required

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiðtogi og ábyrgðarðili á að faglegt starf skólans sé í samræmi við aðalnámskrá leikskóla og stefnu skólans
  • Ber ábyrgð á skipulagningu, framkvæmd og mati á deildum í samráði við aðra deildarstjóra
  • Starfar í kraftmiklu teymi stjórenda og leiðir frábæran hóp deildarstjóra
  • Ber ábyrgð á samskiptum og samvinnu við foreldra
  • Önnur verkefni sem leikskólastjóri felur honum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun og kennsluréttindi
  • Reynsla af kennslu og vinnu með börnum 
  • Áreiðanleiki, nákvæm vinnubrögð og vinnusemi
  • Virðing fyrir nemendum
  • Jákvætt viðhorf og framfaramiðað hugarfar
  • Vönduð og fagleg framkoma
  • Hæfni til að vinna að jákvæðum skólabrag
  • Hæfni til að afla sér og miðla þekkingu og upplýsingum á íslensku
Fríðindi í starfi
  • Virk skemmtinefnd og reglulegir viðburðir
  • Dagleg útivera
  • Stytting vinnuvikunnar eru 2 frídagar í mánuði (öðrum er safnað upp fyrir t.d. frí í dymbilviku og aðra daga þegar nemendur eru í fríi)
  • Fríar máltíðir, við erum með frábæran verðlaunakokk í starfi
  • Mætingarbónus
  • Starfsmannaafsláttur af leikskólagjöldum fyrir starfsmenn Garðabæjar
Auglýsing birt23. september 2024
Umsóknarfrestur7. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Vesturbrú 7, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar