Skólamatur
Skólamatur ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á hollum og ferskum mat, elduðum frá grunni fyrir leik- og grunnskóla.
Skólamatur ehf. var stofnað í janúar 2007. Fyrirtækið er í eigu Axels Jónssonar matreiðslumeistara sem hefur áratuga reynslu af alhliða veitingarekstri.
Hjá Skólamat starfa um 200 starfsmenn. Starfsmannavelta fyrirtækisins er lág og starfsaldur hár. Rúmlega helmingur núverandi starfsmanna hefur unnið í 5 ár eða lengur hjá fyrirtækinu.
Skólamatur leggur áherslu á að skapa fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem hæfileikar, þekking og reynsla hvers starfsmanns fær að njóta sín. Við leggjum áherslu á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.
Markmið Skólamatar er að ráða, efla og halda hæfu og reynslumiklu starfsfólki.
Gildi Skólamatar eru: Jákvæðni, fjölskylda og virðing.
Korpuskóli - mötuneyti
Komdu að vinna fyrir mikilvægasta fólkið!
Skólamatur leitar að jákvæðu og duglegu starfsfólki í mötuneyti sitt í Hólabrekkuskóla sem staðsettur er í Korpuskóla í Reykjavík.
Vinnutíminn er frá kl.9:00 til 14:00 alla virka skóladaga.
Starfið felst í lokaeldun hádegismáltíða, undirbúningi og afgreiðslu máltíða og frágangi ásamt léttum þrifum i eldhúsi. Starfsmenn mötuneyta panta inn af pöntunarvef Skólamatar og senda inn dagsskýrslur.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áhugi á mat og matargerð er mikill kostur
- Reynsla úr sambærilegu starfi æskileg.
- Menntun sem nýtist í starfi kostur.
- Góð íslenskukunnátta skilyrði.
- Jákvæðni, snyrtimennska, stundvísi og sjálfstæð vinnubrögð.
- Geta til þess að vinna undir álagi.
Fríðindi í starfi
· Vinnufatnaður.
· Íþróttastyrkur.
· Samgöngustyrkur.
· Fjölskylduvænn vinnustaður.
Auglýsing birt12. desember 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Bakkastaðir 2, 112 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðStundvísiSveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)
Matreiðslumaður / Chefs
La Trattoria
Hlutastarfsmaður í Augað gleraugnaverslun
Augað gleraugnaverslun
Starfsmaður í íþróttahús
Breiðablik
Starf í Farmasíu apóteki
Farmasía
Hraunvallaskóli - mötuneyti
Skólamatur
Volcano Express leitar að starfsfólki / We are hiring!
Volcano Express
Leikskólinn Hörðuvellir - mötuneyti
Skólamatur
Þjónustufulltrúi í fullt starf
Verifone á Íslandi ehf.
Gefandi og skemmtilegt starf
Seiglan
Við leitum að starfsfólki í dagvinnu á virkum dögum
Nings
Við leitum að vaktstjóra!
Nings
Metnaðarfullur móttökusnillingur
Hreyfing