Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Kennsluráðgjafi í skólaþjónustu grunnskóladeildar

Menntasvið Kópavogsbæjar óskar eftir kennaramenntuðum einstaklingi til að vinna í teymi sérfræðinga innan skólaþjónustu. Um er að ræða ráðgjafateymi sem vinnur með stjórnendum og kennurum við grunnskóla Kópavogs að velferð nemenda.  

Ráðgjafar teymis veita stuðning og leiðbeiningar til kennara og starfsfólks skóla sem miðar að því að efla skólastarf á faglegan hátt til að leysa viðfangsefni sem upp koma.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veitir ráðgjöf og handleiðslu til skólastjórnenda, kennara og starfsfólks um skólastarf, inntak þess og skipulag
  • Veitir handleiðslu og ráðgjöf í einstaklingsmálum og situr teymisfundi
  • Veitir handleiðslu og ráðgjöf til kennara og starfsfólks vegna bekkjarstjórnunar, kennsluhátta/kennsluaðferða eða samskipta
  • Vinnur með fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsnámskrár og hvetjandi námsumhverfi
  • Tekur þátt í innleiðingu á Menntastefnu Kópavogsbæjar og framkvæmd stefnu um menntun fyrir alla
  • Tekur þátt í innleiðingu á lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna
  • Fylgist með rannsóknum og miðlar nýjungum varðandi þarfir barna og skólastarf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara
  • Framhaldsmenntun (M.A., M.Ed., M.S.) á sviði uppeldis- og menntunarfræða eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Haldgóð reynsla af kennslu í grunnskóla, 3 ár eða meira.
  • Reynsla af handleiðslu og ráðgjöf til kennara og starfsfólks.
  • Góð innsýn í lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. 
  • Innsýn í stefnumarkandi þætti á sviði menntamála og breytingaferli. 
  • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar
  • Færni til að tjá sig bæði í ræðu og riti
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Auglýsing stofnuð26. apríl 2024
Umsóknarfrestur12. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar