Kennari í Varmárskóla
Vegna forfalla vantar kennara í Varmárskóla í Mosfellsbæ.
Í skólanum eru um 400 nemendur í 1.-6. bekk. Skólinn er Uppbyggingarskóli, tekur þátt í Grænfánaverkefninu og verið er að vinna að innleiðingu á Leiðsagnarnámi. Okkur vantar kennara sem getur komið inn í hópastarf í einum til tveimur árgöngum. Starfsmannahópurinn í Varmárskóla er öflugur og samvinna og samhjálp eru einkennandi fyrir samskipti innan hópsins. Okkur vantar kennara sem er tilbúinn til að takast á við fjölbreytt verkefni og verða partur af þessum góða samstarfshópi. Mögulegt starfshlutfall getur verið frá 46 - 90% og hægt að fara í fullt starf með því að taka forföll aukalega.
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
- Meginviðfangsefni er kennsla í íslensku og stærðfræði á yngsta stigi.
- Leyfisbréf til kennslustarfa
- Reynsla sem nýtist í starfi
- Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
- Góð færni í samvinnu og samskiptum
- Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki
- Mjög góð íslenskukunnátta