Leikskólinn Maríuborg
Leikskólinn Maríuborg er rekinn af Reykjavíkurborg og fer eftir Menntastefnu RVK sem og Aðalnámskrá leikskóla. Einkunnarorð okkar og megingildi eru LEIKUR-SAMSKIPTI-NÁMSGLEÐI og er það grunnurinn að öllu okkar starfi. Við leggjum áherslu á læsi, lífsleikni og umhverfismennt og okkar helstu kennslugögn eru Lubbi finnur málbein, Lífsleikni, Vinátta og Grænfáninn. Öll börn leikskólans fara í jóga og heimspeki/lífsleikni einu sinni í viku og við hittumst öll á föstudögum í söngstund þar sem deildirnar skiptast á að skipuleggja tónlistarstarf eða aðrar uppákomur. Við stöndum á frábærum stað í Grafarholtinu og er stutt í fjölbreytta náttúru, auk þess sem lóðin okkar býður upp á skemmtilega útileiki. Skólinn er bjartur og fallegur og skiptist í fimm deildir, þar af ein í sérstæðu húsi, íþróttasal, kubbastofur tvær og listasmiðju, auk starfsmannarýmis og eldhúss.
Starfsmenn hafa gert með sér samskiptasamning og við leggjum mikla áherslu á góð og hreinskipt samskipti innan starfsmannahópsins, sem og barnahópsins.
Deildarstjóri - Maríuborg
Deildarstjóri óskast til starfa í í leikskólanum Maríuborg, Maríubaugi 3 í Grafarholti.
Maríuborg er fimm deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á umhverfismennt, lífsleikni og leikgleði.
Einkunnarorðin eru Leikur - Samskipti - Námsgleði.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra, þ.m.t.:
- Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni.
- Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar.
- Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá.
- Að bera ábyrgð á foreldrasamstarfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf kennara eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
- Íslenska B2 skv. samevrópska tungumálarammanum.
Fríðindi í starfi
- Menningarkort - bókasafnskort
- Samgöngustyrkur
- Sundkort
- 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf
- Heilsuræktarstyrkur
Auglýsing birt6. nóvember 2024
Umsóknarfrestur21. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Maríubaugur 3, 113 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Viltu spennandi starf sem passar fullkomlega með námi?
Kópavogsskóli
Stuðningur við börn með þroskafrávik
Arnarskóli
Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur
Kringlumýri frístundamiðstöð
Kraftmikill og metnaðarfullur deildarstjóri óskast
Leikskólinn Sjáland
Leikskólakennari eða leiðbeinandi óskast í Efstahjalla
Efstihjalli
Stuðningsfulltrúar óskast við Sjálandsskóla
Garðabær
Umsjónarkennari í Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli
Kennari í stoðþjónustu Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli
Leikskólakennari/leiðbeinandi- Maríuborg
Leikskólinn Maríuborg
Leikskólakennari - leikskólaliði - Klettaborg
Leikskólinn Klettaborg
Deildastjóri í Sunnufold
Leikskólinn Sunnufold
Leikskólinn Akrar auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra
Leikskólinn Akrar