

Innkaupastjóri - Verkefnastjóri við opinber innkaup Nýs Landspítala ohf.
Nýr Landspítali ohf. eflir verkefnastjóra við opinber innkaup á tækjum- og búnaði og á ráðagjafaþjónustu eða verklegum framkvæmdum við hönnunar- og framkvæmdaverkefni svo og upplýsingatækniverkefni sbr. lög um opinber innkaup.
NLSH ohf. stendur fyrir gríðarlega umfangsmikilli og flókinni uppbyggingu á Hringbraut, Grensás og á Akureyri þar sem fagmennska við opinber innkaup skiptir miklu máli. Því leitar félagið að öflugum liðsmanni í tengslum við þann verkþátt.
Starfsmaður er ráðinn til starfa sem verkefnastjóri í öllum verkefnum hjá NLSH ohf. í teymi áætlana og innkaupa . Starfið felst m.a. í almennri verkefnastjórn, faglegri ráðgjöf varðandi innkaup til fagsviða NLSH, þátttöku í stefnumótun um innkaupaleiðir, samskipti og samvinnu við hagaðila ef til kemur, gerð samninga um innkaup, framvinduáætlanir innkaupaverkefna, og áhættumat á innkaupaverkefnum. Um er að ræða opinber innkaupaverkefni sem byggja á lögum nr. 120/2016 um opinber innkaup. Unnið er með fjölmörg verkefni á evrópska efnahagssvæðinu og eru innkaupalýsingar settar fram á ensku. Notast er við innkaupakerfið Mercell TendSign.
Allar umsóknir eru trúnaðarmál og verða nöfn umsækjenda ekki birt opinberlega.
Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og stutt kynningarbréf og annað sem umsækjandi telur skipta máli. Ítrekað er að farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál, í samræmi við persónuverndarstefnu NLSH, og þeim svarað formlega.
Nýr Landspítali ohf. (NLSH) hefur með höndum stjórnun á uppbyggingu bygginga Landspítala og annarra sérhæfðra sjúkrahúsa sem m.a. felur í sér uppbyggingu gatnagerðar og byggingaframkvæmda á nýjum Landspítala við Hringbraut. Félagið, sem er að fullu í eigu ríkisins, er í samstarfi við fjölmarga hagsmunaaðila m.a. stjórnvöld, Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri, Háskóla Íslands og fleiri hagaðila. Fjöldi ráðgjafa starfar fyrir og með NLSH. Nánari upplýsingar um NLSH má finna á www.nlsh.is
Nánari upplýsingar:
Jónas Jónatansson, teymisstjóri Áætlana og innkaupa NLSH ([email protected]), 866 8081.
Sjá ofar
Leitað er að starfsmanni sem er með háskólamenntum eða sambærilega menntun m.t.t. reynslu í opinberum innkaupum s.s. í tækja- og búnaðarverkefnum. Þess er krafist að viðkomandi hafi minnst tveggja ára reynslu af sambærilegum verkefnum og lýst er hér að ofan þ.a. ljóst sé strax frá upphafi að starfsmaður geri sér grein fyrir umfangi og eðli opinberra innkaupa. Ekki er gerð krafa um færni og leikni í TendSign en slíkt er vissulega kostur.
Íslenska
Enska










