Hrafnista
Hrafnista
Hrafnista

Iðjuþjálfi í endurhæfingarteymi

Hrafnista óskar eftir að ráða iðjuþjálfa í öflugt endurhæfingarteymi sem starfar á Boðaþingi, Ísafold og Skógarbæ. Endurhæfingarteymið samanstendur af sjúkra- og iðjuþjálfum ásamt aðstoðarfólki á hverju heimili. Teymið vinnur náið saman og stýrir þjálfun íbúa hjúkrunarheimilanna.

Um fullt starf er að ræða.

Starfið er fjölbreytilegt og krefst sjálfstærðra vinnubragða, lausnarmiðaðrar hugsunar og góðrar samskiptahæfni. Í endurhæfingarteymi Hrafnistu leitast iðjuþjálfar við að starfa einstaklingsmiðað og leita leiða til að mæta þörfum hvers og eins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Tekur þátt í greiningu, endurhæfingu og þjálfunaráætlun
  • Tekur þátt í skipulagningu endurhæfingar á deildum
  • Ráðgjöf og umsóknir á hjálpartækjum
  • Fræðsla fyrir íbúa og starfsfólk
  • Teymisvinna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi 
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur með strætó
  • Stuðningur til framþróunar í formi leyfa á launum og námsstyrkja
  • Við bjóðum upp á jákvæðan og skemmtilegan starfsanda, áhugaverð verkefni og starf sem er í sífelldri þróun
Auglýsing birt5. mars 2025
Umsóknarfrestur17. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Árskógar 2, 109 Reykjavík
Boðaþing 5-7 5R, 203 Kópavogur
Strikið 3, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar