Hrafnista
Hrafnista
Hrafnista

Hjúkrunardeildarstjóri - Hrafnista Nesvellir

Hrafnista Nesvöllum óskar eftir að ráða hjúkrunardeildarstjóra til starfa. Deildarstjóri er leiðtogi í hjúkrun og þjónustu við íbúa á hjúkrunardeild.
Virkilega spennandi tímar eru framundan á Nesvöllum en næsta haust fer heimilið úr einni deild með 60 íbúa í þrjár deildir með samtals 140.
Við leitum að jákvæðum, lausnamiðuðum og drífandi leiðtoga sem hefur áhuga á að veita framúrskarandi og faglega þjónustu til handa íbúum heimilisins og aðstandendum þeirra.
Deildarstjóri er hluti af stjórnendahópi Hrafnistu.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórnun og rekstur hjúkrunardeildar
  • Skipulag á störfum starfsfólks í samræmi við þarfir þjónustuþega
  • Ábyrgð á faglegri hjúkrun og gæðum í þjónustu
  • Skipulagning og þróun þjónustu í samvinnu við forstöðumann
  • Ráðgjöf, samskipti og fræðsla til íbúa og aðstandenda
  • Þverfagleg teymisvinna innan heimilis og þvert á Hrafnistu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi
  • Reynsla af stjórnun kostur
  • Reynsla af RAI mælitækinu kostur
  • Frumkvæði, jákvæðni og faglegur metnaður
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar
Fríðindi í starfi
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur með strætó
  • Stuðningur til framþróunar í formi leyfa á launum og námstyrkja
  • Við bjóðum upp á jákvæðan og skemmtilegan starfsanda, áhugaverð verkefni og starf sem er í sífelldri þróun.
Auglýsing birt11. mars 2025
Umsóknarfrestur23. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Njarðarvellir 2, 260 Reykjanesbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar