KPMG á Íslandi
KPMG á Íslandi
KPMG á Íslandi

Húsvörður hjá KPMG

KPMG er alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki sem leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu. Við bjóðum sérhæfða ráðgjöf og lausnir á sviði endurskoðunar, reikningsskila, skattskila, lögfræði og viðskiptaráðgjafar. Á Íslandi starfa um 250 sérfræðingar hjá KPMG á 13 starfsstöðvum um land allt með fjölbreytta menntun og reynslu sem gerir okkur kleift að þjónusta viðskiptavini í einka- og opinbera geiranum af öllum stærðum og gerðum.

Húsvörður hjá KPMG

Húsvörður ber ábyrgð á umsjón, eftirliti og daglegu viðhaldi húsnæðis, lóðar og tækjabúnaðar í höfuðstöðvum KPMG í Borgartúni 27, 105 Reykjavík. Markmið starfsins er að tryggja öryggi, góða umgengni og hagkvæman rekstur fasteigna fyrirtækisins. Húsvörður er mikilvægur tengiliður milli starfsfólks, birgja og þjónustuaðila og stuðlar að jákvæðu og öruggu vinnuumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón og eftirlit með húsnæði, lóð og tækjabúnaði, þar með talið loftræstingu, lyftum, öryggiskerfum, hita- og vatnslögnum.
  • Daglegt viðhald og minniháttar viðgerðir; skipulagning og eftirfylgni með stærri viðhaldsverkefnum í samstarfi við verktaka og þjónustuaðila.
  • Eftirlit með sorpflokkun, umgengni og hreinlæti á lóð og í sameign.
  • Umsjón með öryggis- og brunavörnum, regluleg prófun viðvörunarkerfa og þátttaka í öryggisráðstöfunum ásamt samskipti við viðeigandi verktaka.
  • Skipulag og varðveisla á lyklum og læstum rýmum.
  • Samskipti við starfsfólk, verktaka og þjónustuaðila vegna ræstinga.
  • Flutningur og móttaka vara, ásamt því að koma þeim á réttan stað í húsinu.
  • Sendiferðir og aðstoð við viðburði.
  • Aðstoð í mötuneyti og uppvaski eftir þörfum.
  • Aðstoð við daglega þjónustu í húsinu og önnur tilfallandi verkefni.
  • Skráning og eftirfylgni með orkunotkun og öðrum rekstrarþáttum fasteigna.

Hæfniskröfur:

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og þjónustulund.
  • Iðnmenntun eða önnur menntun og reynsla sem nýtist í starfi (t.d. rafvirki, pípari, húsasmiður eða sambærilegt).
  • Reynsla af umsjón og viðhaldi fasteigna er kostur.
  • Þekking á rekstri og viðhaldi tækjabúnaðar, öryggis- og loftræstikerfa er æskileg.
  • Góð tölvukunnátta og geta til að tileinka sér nýja tækni.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfileikar.
  • Hæfni til að vinna undir álagi og leysa úr óvæntum aðstæðum.
  • Líkamleg færni til að sinna fjölbreyttum verkefnum.
  • Almenn ökuréttindi og aðgangur að bíl.
  • Skilyrði fyrir ráðningu er að umsækjandi framvísi hreinu sakavottorði.

Vinnutími og tengsl:

  • Vinnutími er að jafnaði 100% starfshlutfall, yfirleitt frá kl. 7:30 - 16:00 með hálftíma matarhléi.
  • Húsvörður starfar náið með fjármála- og, mannauðsteymi sem vinnur að því að skapa öruggt, snyrtilegt og jákvætt vinnuumhverfi fyrir starfsfólk.

Í samræmi við markmið okkar í jafnréttismálum hvetjum við öll til að sækja um óháð kyni.

Að vinna hjá KPMG

Við hjá KPMG leggjum mikla áherslu á fjölbreytta og lifandi fyrirtækjamenningu þar sem starfsfólk nýtur sín faglega og félagslega.

Sem leiðandi þekkingarfyrirtæki leggjum við sérstaka áherslu á öfluga starfsþróun og fræðslu starfsfólks, stuðningsríkt og hvetjandi starfsumhverfi og öfluga samvinnu til þess að hámarka virði fyrir viðskiptavini og samfélagið.

Við náum árangri saman með því að hafa traust, sveigjanleika og góð samskipti að leiðarljósi á vinnustaðnum.

Nokkur dæmi um kosti þess að vinna hjá KPMG:

  • Fjölbreytt verkefni og tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á viðskiptavini og samfélagið.
  • Frábær tækifæri til að læra af og starfa með leiðandi sérfræðingum hjá KPMG hérlendis og erlendis.
  • Heilsueflandi vinnustaður og aðgangur að líkamsræktarstyrk og samgöngustyrk.
  • KPMGfit: Æfingar undir handleiðslu þjálfara tvisvar í viku í hádeginu í Reykjavík.
  • Golfklúbbur með aðgengi að völlum víðs vegar um landið.
  • Fyrsta flokks mötuneyti í Borgartúni með fjölbreyttu og hollu fæði.
  • 4 tímar á ári hjá sálfræðingi eða öðrum ráðgjöfum sem styðja við andlega heilsu í gegnum Kara velferðartorg.
  • Sérstök stuðningsúrræði fyrir verðandi og nýbakaða foreldra ásamt sérstökum fæðingarorlofsstyrk.
  • Sveigjanleiki til að vinna frá mismunandi starfsstöðvum og að heiman þegar við á.
  • Einn launaður dagur á ári til sjálfboðavinnu.
  • Og margt fleira.

Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember 2025.

Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á heimasíðu KPMG (sækja um hér til hliðar).

Nánari upplýsingar veita Sigrún Kristjánsdóttir fjármála- og rekstrarstjóri ([email protected]) eða Erik Christianson mannauðsstjóri á [email protected]

Auglýsing birt6. nóvember 2025
Umsóknarfrestur23. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Borgartún 27, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar