

Hreinlætisráðgjafi ( B2B )- Fyrirtæki og stofnanir
Rekstrarvörur ( RV ) leitar að drífandi og þjónustulunduðum ráðgjafa í söluteymið sitt. Starfið felur í sér virka sölu og ráðgjöf um hreinlætis- og rekstarvörur til fyrirtækja og stofnana, með áherslu á að auka hagkvæmni, gæði og sjálfbærni í rekstri viðskiptavina. Starfsmaður mun sinna viðskiptavinum á höfuðborgarsvæðinu og hefur jafnframt möguleika á að ferðast reglulega útá land. Viðkomandi fær tækifæri til að starfa hjá rótgrónu og traustu fyrirtæki, með starfsumhverfi sem styður persónulega og faglega þróun.
Viðkomandi þarf að hafa áhuga á þjónustu, mannlegum samskiptum og sölureynsla er kostur.
- Ráðgjöf: Meta hreinlætisþarfir fyrirtækja og stofnana, bjóða viðeigandi lausnir og fylgja þeim eftir.
- Sala: Kynna og selja fjölbreytt úrval rekstrarvara, tryggja jákvæða upplifun viðskiptavina og uppfylla sölumarkmið.
- Samskipti og þjónusta : Heimsóknir til viðskiptavina, svara fyrirspurnum, gera tilboð og viðhalda traustum tengslum.
- Markmiðasetning: Setja sölu- og þjónustumarkmið í samræmi við stefnu RV, fylgjast með árangri og leita stöðugt umbótatækifæra.
- Skipulag: Skipuleggja heimsóknir, halda utan um fundi, sölutölur og eftirfylgni.
- Sölureynsla eða sterk þjónustulund - Reynsla af B2B sölu er kostur, en allir með metnað í sölustarfi og samskiptum eru hvattir til að sækja um.
- Framúrskarandi samskiptahæfileikar - Lausnamiðuð nálgun, jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði og skipulagshæfni - Geta náð að vinna sjálfstætt, setja upp áætlanir og fylgja þeim eftir.
- Góð almenn tölvukunnátta - Færni í að nýta upplýsingakerfi, tölvupóst og önnur skrifstofuverkfæri.
- Ökuréttindi ( skilyrði ) - Nauðsynlegt vegna heimsókna til viðskiptavina, bæði á höfuðborgarsvæðinu og út á landi.
- Góð íslenskukunnátta - Að auki er kostur að hafa góða enskukunnáttu.
- Starfshlutfall er 100% og vinnutíminn er almennt frá kl: 08.00-16.00, mánudaga til föstudaga.
- Óskum eftir að ráða einstakling sem getur hafið störf fljótlega.
- Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Ef þú hefur brennandi áhuga á þjónustu, hreinlætismálum og sölu til fyrirtækja og stofnana, ert jákvæð (ur) og lausnamiðuð (aður ), þá er þetta tækifæri fyrir þig!













