Rekstrarvörur ehf
Rekstrarvörur ehf
Rekstrarvörur ehf

Hreinlætisráðgjafi ( B2B )- Fyrirtæki og stofnanir

Rekstrarvörur ( RV ) leitar að drífandi og þjónustulunduðum ráðgjafa í söluteymið sitt. Starfið felur í sér virka sölu og ráðgjöf um hreinlætis- og rekstarvörur til fyrirtækja og stofnana, með áherslu á að auka hagkvæmni, gæði og sjálfbærni í rekstri viðskiptavina. Starfsmaður mun sinna viðskiptavinum á höfuðborgarsvæðinu og hefur jafnframt möguleika á að ferðast reglulega útá land. Viðkomandi fær tækifæri til að starfa hjá rótgrónu og traustu fyrirtæki, með starfsumhverfi sem styður persónulega og faglega þróun.

Viðkomandi þarf að hafa áhuga á þjónustu, mannlegum samskiptum og sölureynsla er kostur.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ráðgjöf: Meta hreinlætisþarfir fyrirtækja og stofnana, bjóða viðeigandi lausnir og fylgja þeim eftir.
  • Sala: Kynna og selja fjölbreytt úrval rekstrarvara, tryggja jákvæða upplifun viðskiptavina og uppfylla sölumarkmið. 
  • Samskipti og þjónusta : Heimsóknir til viðskiptavina, svara fyrirspurnum, gera tilboð og viðhalda traustum tengslum.
  • Markmiðasetning: Setja sölu- og þjónustumarkmið í samræmi við stefnu RV, fylgjast með árangri og leita stöðugt umbótatækifæra.
  • Skipulag: Skipuleggja heimsóknir, halda utan um fundi, sölutölur og eftirfylgni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sölureynsla eða sterk þjónustulund - Reynsla af B2B sölu er kostur, en allir með metnað í sölustarfi og samskiptum eru hvattir til að sækja um.
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar - Lausnamiðuð nálgun, jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og skipulagshæfni - Geta náð að vinna sjálfstætt, setja upp áætlanir og fylgja þeim eftir.
  • Góð almenn tölvukunnátta - Færni í að nýta upplýsingakerfi, tölvupóst og önnur skrifstofuverkfæri.
  • Ökuréttindi ( skilyrði ) - Nauðsynlegt vegna heimsókna til viðskiptavina, bæði á höfuðborgarsvæðinu og út á landi.
  • Góð íslenskukunnátta - Að auki er kostur að hafa góða enskukunnáttu.
Vinnutími og umsókn
  • Starfshlutfall er 100% og vinnutíminn er almennt frá kl: 08.00-16.00, mánudaga til föstudaga. 
  • Óskum eftir að ráða einstakling sem getur hafið störf fljótlega. 
  • Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Ef þú hefur brennandi áhuga á þjónustu, hreinlætismálum og sölu til fyrirtækja og stofnana, ert jákvæð (ur) og lausnamiðuð (aður ), þá er þetta tækifæri fyrir þig! 

Auglýsing birt7. apríl 2025
Umsóknarfrestur15. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Réttarháls 2, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar