
BL ehf.
BL er eitt stærsta og elsta bílaþjónustufyrirtæki landsins og nær saga okkar allt aftur til ársins 1954.
Á þeim tíma hafa bílar og bílaframleiðsla breyst gríðarlega og sjaldan hefur þróunin verið jafn spennandi og einmitt núna þegar nýir möguleikar eru að opnast til að koma okkur hratt og örugglega milli staða í sem mestri sátt við umhverfið og náttúruna.
Á fimm starfsstöðvum rekum við umboð fyrir fólks- og atvinnubíla frá 12 framleiðendum og starfrækjum vottuð þjónustu-, málningar- og réttingaverkstæði sem eru ein þau fullkomnustu á landinu. Við leggjum áherslu á góða starfsaðstöðu og starfsanda og hjá okkur er öflugt starfsmannafélag. BL er með jafnlaunavottun og við erum fyrirmyndarfyrirtæki VR.
Hvort sem þú leitar að tímabundnu starfi eða hyggur á fagmenntun til framtíðar þá færðu frábært tækifæri hjá BL til að kynnast nýjustu tækni og öðlast reynslu í einhverri mikilvægustu og fjölbreyttustu atvinnugrein samtímans í návígi við marga af fullkomnustu og glæsilegustu bílum heims.

Sölumaður nýrra bíla
Við leitum að starfsmanni í ráðgjöf, móttöku og þjónustu við viðskiptavini í sölusal okkar að Sævarhöfða. Viðkomandi þarf að vera fær í mannlegum samskiptum og stunda öguð og skipulögð vinnubrögð. Þetta er líflegt, fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir réttu manneskjuna.
Vinnutími er alla virka daga frá kl: 9-17 og annan hvern laugardag frá kl: 12-16
Menntunar- og hæfniskröfur
- Færni í mannlegum samskiptum
- Góð þjónustulund
- Góð tölvufærni
- Reynsla af söluráðgjöf
- Frumkvæði og áreiðanleiki
- Sjálfstæð, skipulögð og fagleg vinnubrögð eru nauðsynleg
- Ökuréttindi
Fríðindi í starfi
- Afsláttakjör af bílum, aukahlutum, varahlutum ofl.
- Afsláttur á hleðslustöðvum Ísorku
- Mötuneyti með heitum mat
- Íþróttastyrkur
- Afsláttur af leigu á bílum hjá Hertz.
Auglýsing birt7. apríl 2025
Umsóknarfrestur21. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Sævarhöfði 2, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Almenn ökuréttindiFrumkvæðiMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSölumennskaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Hreinlætisráðgjafi ( B2B )- Fyrirtæki og stofnanir
Rekstrarvörur ehf

Ert þú viðskiptastjórinn okkar?
Sentio ehf.

Hvolsvöllur: Sumarstarf í timbursölu
Húsasmiðjan

Vilt þú vaxa með okkur? Fjölbreytt störf í boði!
IKEA

Sölufulltrúi í heildverslun á höfuðborgarsvæðinu.
Heildverslun á höfuðborgarsvæðinu

Söluráðgjafi á fyrirtækjasvið
Rún Heildverslun

Ískraft Selfossi: Söluráðgjafi á rafmagnsvörum
Ískraft

Þjónustumiðja trygginga leitar að liðsauka
Arion banki

Sumarstarf í verslunum okkar á Akureyri
66°North

Grafarholt: Söluráðgjafi & Lagervarsla
Húsasmiðjan

Sala varahluta - Akureyri
Brimborg

Söluráðgjafi
Íspan Glerborg ehf.