Húsasmiðjan
Húsasmiðjan
Húsasmiðjan

Grafarholt: Söluráðgjafi & Lagervarsla

Hefurðu brennandi áhuga á rafmagnsvörum og þjónustu við viðskiptavini? Viltu taka þátt í öflugri liðsheild og hafa áhrif á góða upplifun viðskiptavina? Húsasmiðjan í Grafarholti leitar að jákvæðum og öflugum einstaklingi í starf söluráðgjafa í rafmagnsvörudeild, ásamt því að sjá um lagerinn í versluninni. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni og samspil við viðskiptavini, samstarfsfólk og birgja. Við leitum að einstaklingi sem er skipulagður, þjónustulipur og með þekkingu eða áhuga á rafmagnsvörum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ráðgjöf og sala á rafmagnsvörum
  • Uppsetning og umhirða deildar
  • Móttaka og frágangur á vörum
  • Umsjón með lager og birgðahaldi
  • Aðstoð við aðrar deildir eftir þörfum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af verslunar- eða þjónustustörfum er kostur
  • Þekking á rafmagnsvörum eða iðnmenntun er mikill kostur
  • Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri
Fríðindi í starfi
  • Afsláttarkjör í verslunum okkar.
  • Ýmsir styrkir, s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur og fræðslustyrkur.
  • Heilsuefling, s.s. heilsufarsskoðun, bólusetning, aðgangur að sálfræðiþjónustu, heilsueflandi fræðsla.
  • Aðgangur að orlofshúsum.
Auglýsing birt7. apríl 2025
Umsóknarfrestur27. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Vínlandsleið 1, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfgreiðslaPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar