
Icepharma
Icepharma er í fararbroddi á íslenskum lyfja-, heilbrigðis- og neytendamarkaði. Kjarninn í starfsemi okkar er að auka lífsgæði með öflugu framboði af heilsueflandi vörum. Hjá fyrirtækinu starfa um 110 manns við sölu og markaðssetningu, sérfræðiráðgjöf og þjónustu.
Icepharma er heilsumiðaður vinnustaður sem stuðlar að góðri líkamlegri, félagslegri og andlegri heilsu starfsmanna.
Við leggjum áherslu á metnað, frumkvæði, gleði og svigrúm starfsfólks til að vaxa og þróast í starfi.
Icepharma er hluti af fyrirtækjasamstæðunni Ósar - lífæð heilbrigðis hf. þar sem samtals starfa um 220 manns. www.osar.is

Hópstjóri gæðamála og lyfjagátar
Icepharma leitar að öflugum liðsmanni í nýtt og spennandi starf á Lyfjasviði
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg umsjón gæða- og lyfjagátarteymis
- Uppbygging og viðhald gæðakerfis og gæðahandbóka
- Undirbúningur, þátttaka og eftirfylgni með úttektum frá birgjum og yfirvöldum
- Skipulag, utanumhald og eftirfylgni innri og ytri úttekta
- Þjálfun starfsfólks og stuðningur í gæða- og hlítnimálum
- Stjórnun og utanumhald gæða- og hlítniráðs fyrirtækisins
- Umsjón og úrvinnsla kvartana og þátttaka í innköllunum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun í heilbrigðisvísindum og reynsla af gæða- og hlítnimálum
- Reynsla af rekstri gæðakerfa æskileg
- Þekking og reynsla af umhverfi og regluverki lyfja og lækningatækja
- Þekking á lyfjagát
- Jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
- Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
Vinnustaðurinn
- Mötuneyti í hæsta gæðaflokki
- Sérkjör á heilsuvörum, vítamínum og íþróttafatnaði
- Áhersla er lögð á fræðslu starfsmanna
- Skýr starfsmannastefna um jákvæð samskipti og vinnustaðamenningu
- Fjölbreytt úrval af vítamínum og steinefnum á vinnustaðnum
- Líkamsræktarstyrkir
- Öflugt starfsmannafélag og sjálfsprottnir starfsmannahópar fyrir ýmis áhugamál
- Styrkir úr heilsusjóði Ósa sem hvetur til heilsueflingar starfsmannahópa
- Sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi
Auglýsing birt30. janúar 2026
Umsóknarfrestur8. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Lyngháls 13/Krókh 14 13R, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniSjálfstæð vinnubrögðSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Reyndur sérfræðingur í gæðamálum samsettra lyfja og tækjaafurða / Combination Products & Device
Alvotech hf

Sumarstarf í heimahjúkrun- tækifæri fyrir sjúkraliðanema
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Country Security Operations Manager
atNorth

Læknanemar- sumarstarf í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Glæsibæ
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi á meðferðareiningu geð- og fíknisjúkdóma
Landspítali

Sumarstörf 2026 - Umönnunarstörf á smitsjúkdómadeild
Landspítali

Sjúkraþjálfari óskast til starfa
Mörk hjúkrunarheimili

Teymisstjóri óskast í nýjan íbúðakjarna
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar

Við leitum að lyfsala í Lyfjuliðið
Lyfja

Hópstjóri þjónustuvers
Auðkenni ehf.

Sjúkraþjálfari - endurhæfingardeild á hjúkrunarheimilinu Eir
Eir hjúkrunarheimili