Lyfja
Lyfja
Lyfja

Við leitum að lyfsala í Lyfjuliðið

Við undirbúum opnun á glænýrri verslun Lyfju að Norðurhellu í Hafnarfirði og leitum að framsýnum og metnaðarfullum lyfjafræðingi í stöðu lyfsala. Hér er spennandi tækifæri fyrir leiðtoga sem vill byggja upp, opna og reka lyfjaverslun af fagmennsku og metnaði – bæði hvað varðar lyf, vörur í verslun og teymið.

Sem lyfsali hjá Lyfju berð þú ábyrgð á að skapa faglega, þjónustumiðaða og markmiðadrifna vinnustaðamenningu og sérð til þess að viðskiptavinir upplifi persónulega þjónustu og góða ráðgjöf í takt við stefnu Lyfju og samkvæmt lögum og reglugerðum um lyfsöluleyfi.

Þetta er spennandi tækifæri fyrir manneskju með brennandi áhuga á heilbrigðisþjónustu sem vill hafa áhrif – á viðskiptavini, teymið og árangur Lyfju. Þú verður hluti af öflugum stjórnendahópi Lyfju sem hittist reglulega, styður hvert við annað og fær sérstaka leiðtogaþjálfun til að vaxa í hlutverki sínu.

Við leitum að lyfjafræðingi sem býr yfir:

  • Leiðtogahæfni og færni í að ná fólki með sér
  • Jákvæðni, drifkrafti og framúrskarandi samskiptahæfni
  • Fagmennsku, áreiðanleika og góðri skipulagsfærni
  • Áhuga á heilsu og vellíðan
  • Skilningi og áhuga á rekstrarumhverfi og verklagi apóteka
  • Að lágmarki tveggja ára starfsreynslu í apóteki
  • Háskólaprófi í lyfjafræði og gildu starfsleyfi

Nánari upplýsingar veita Þórbergur Egilsson, forstöðumaður verslanasviðs | [email protected] eða Ásdís Eir Símonardóttir, forstöðumaður mannauðs og menningar | [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar 2026. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

Hvers vegna Lyfja?

Lyfja er leiðandi fyrirtæki í íslenskri heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að auka lífsgæði og efla heilsu. Við rekum 42 verslanir hringinn í kringum landið auk Lyfju Heyrnar og lyfjaskömmtunar. Hjá okkur starfar öflugur hópur heilbrigðismenntaðs og sérþjálfaðs starfsfólks sem styður við viðskiptavini í þeirra heilsueflingu, vinnur að vellíðan og tryggir lyfjaöryggi. Við leggjum áherslu á faglega og hlýlega þjónustu og stöðuga nýsköpun.

Við leggjum okkur fram um að skapa vinnuumhverfi þar sem starfsfólk upplifir jákvæðan starfsanda, fær tækifæri til að þróast í starfi og nýtir hæfileika sína til fulls. Við bjóðum upp á öfluga fræðslu og leggjum mikla áherslu á gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs.

Auglýsing birt23. janúar 2026
Umsóknarfrestur1. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Norðurhella 1, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Lyfjafræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar