
Icepharma
Icepharma er í fararbroddi á íslenskum lyfja-, heilbrigðis- og neytendamarkaði. Kjarninn í starfsemi okkar er að auka lífsgæði með öflugu framboði af heilsueflandi vörum. Hjá fyrirtækinu starfa um 110 manns við sölu og markaðssetningu, sérfræðiráðgjöf og þjónustu.
Icepharma er heilsumiðaður vinnustaður sem stuðlar að góðri líkamlegri, félagslegri og andlegri heilsu starfsmanna.
Við leggjum áherslu á metnað, frumkvæði, gleði og svigrúm starfsfólks til að vaxa og þróast í starfi.
Icepharma er hluti af fyrirtækjasamstæðunni Ósar - lífæð heilbrigðis hf. þar sem samtals starfa um 220 manns. www.osar.is

Sérfræðingur í lyfjagát (Pharmacovigilance)
Við leitum að metnaðarfullum og öflugum liðsmanni í nýtt og spennandi starf sérfræðings í lyfjagát. Sérfræðingur í lyfjagát er hluti af 15 manna teymi sérfræðinga innan Lyfjasviðs Icepharma og sinnir verkefnum tengdum lyfjagát umboðsfyrirtækja Icepharma.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með öllu sem lýtur að tilkynningum og eftirfylgni aukaverkana og lyfjagátartilvika
- Samskipti við lyfjafyrirtæki, heilbrigðisyfirvöld og dreifingaraðila
- Umsjón og þátttaka í lyfjagátarúttektum ásamt úrbótavinnu
- Viðhald og uppbygging lyfjagátarferla
- Þjálfun og ráðgjöf til starfsmanna í lyfjagát
- Þátttaka í umbótaverkefnum og teymisvinna á Lyfjasviði
Menntunar- og hæfniskröfur
- Lyfjafræði eða önnur háskólamenntun á sviði heilbrigðisvísinda
- Þekking á lyfjagát
- Frumkvæði, fagleg og sjálfstæð vinnubrögð
- Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
- Reynsla af sambærilegu starfi er mikill kostur
Vinnustaðurinn
- Mötuneyti í hæsta gæðaflokki
- Sérkjör á heilsuvörum, vítamínum og íþróttafatnaði
- Áhersla er lögð á fræðslu starfsmanna
- Skýr starfsmannastefna um jákvæð samskipti og vinnustaðamenningu
- Fjölbreytt úrval af vítamínum og steinefnum á vinnustaðnum
- Líkamsræktarstyrkir
- Öflugt starfsmannafélag og sjálfsprottnir starfsmannahópar fyrir ýmis áhugamál
- Styrkir úr heilsusjóði Ósa sem hvetur til heilsueflingar starfsmannahópa
- Sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi
Auglýsing birt22. janúar 2026
Umsóknarfrestur2. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Lyngháls 13/Krókh 14 13R, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sumarstörf hjá Alvotech / Summer positions at Alvotech
Alvotech hf

Sérfræðingur í gæðatryggingardeild (QA Specialist)
Kerecis

Sérfræðingur á framleiðslueiningu ísótópastofu
Landspítali

Við leitum að lyfsala í Lyfjuliðið
Lyfja

Atvinnulífstengill VIRK á Akureyri
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Reynslumikill Framleiðslutæknir / Senior Aseptic Processing Technologist
Alvotech hf

4. eða 5. árs læknanemi í sumarafleysingu - Eir endurhæfing
Eir hjúkrunarheimili

Lyfja Ísafirði - Ert þú næsti lyfjafræðingur Lyfjuliðsins?
Lyfja

Starfsþjálfun í áfengis- og vímuefnaráðgjöf
SÁÁ

Iðjuþjálfi - Heimahjúkrun HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Þjónustustjóri á Svefnmiðstöð
Landspítali

Viltu vinna að lausnum sem bæta líf og styrkja heilbrigðiskerfið?
Stoð