Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Heilsugæslan Efstaleiti - Móttökuritari

Heilsugæslan Efstaleiti leitar að skemmtilegum, jákvæðum og lífsglöðum einstaklingi sem finnst gaman að taka á móti fólki í starf móttökuritara. Um er að ræða starf í lifandi umhverfi þar sem reynir á samskiptahæfni og þjónustulund viðkomandi. Ef þér finnst gaman að tala við fólk og veita framúrskarandi þjónustu þá viljum við gjarnan fá að hitta þig.

Um er að ræða 100% ótímabundið starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. desember nk. eða samkvæmt nánara samkomulagi

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Símsvörun, bókanir og móttaka skjólstæðinga
  • Uppgjör í lok dags
  • Afgreiðsla tímapantana
  • Almenn upplýsingagjöf um starfsemi stöðvarinnar 
  • Flokkun á pósti og rafrænum sendingum ásamt skönnun og frágangi gagna 
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Nám sem nýtist í starfi
  • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Jákvæðni og rík þjónustulund
  • Reynsla af móttökuritarastarfi æskileg
  • Reynsla af Sögukerfi kostur
  • Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
  • Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg
  • Íslenskukunnátta skilyrði
  • Góð almenn enskukunnátta æskileg
Fríðindi í starfi
  • Heilsustyrkur
  • Samgöngustyrkur
Auglýsing birt10. nóvember 2025
Umsóknarfrestur20. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Efstaleiti 3, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar