Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Öryggis- og húsvarsla fyrir Heilsugæsluna Miðbæ

Heilsugæslan Miðbæ óskar eftir öryggis- og húsverði í 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar nk. eða samkvæmt samkomulagi. Starfið er fjölbreytt og krefst góðrar þjónustulundar og samskiptahæfni.

Heilsugæslan Miðbæ þjónar fyrst og fremst íbúum í 101 Reykjavík, en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina. Lögð er áhersla á góða samvinnu allra starfsstétta.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Öryggisgæsla og aðstoð við skjólstæðinga í móttöku
  • Tilfallandi viðhaldsverkefni í samstarfi við fasteignaþjónustu
  • Stuðla að öruggu starfsumhverfi á vinnustað
  • Eftirlit á biðstofu og viðbrögð við ágreiningi og óæskilegri hegðun
  • Gæta þess að neyðarhnappar virki sem skyldi
  • Opnun og lokun heilsugæslustöðvar í samstarfi við annað starfsfólk í móttöku
  • Veita upplýsingar um starfsemi stöðvar og vísa málum áfram
  • Önnur verkefni sem viðkomandi er falin af svæðistjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af þjónustustörfum er kostur
  • Leyfi frá lögreglu til að sinna öryggisþjónustu er æskilegt
  • Menntun í skyndihjálp er kostur
  • Framúrskarandi samskiptahæfni
  • Góð þjónustulund
  • Íslenskukunnátta æskileg
  • Hreint sakavottorð er skilyrði
Fríðindi í starfi

Heilsustyrkur

Samgöngustyrkur

Auglýsing birt5. nóvember 2025
Umsóknarfrestur17. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Vesturgata 7, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar