VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Heilbrigðisstarfsmaður í Þjónustuveri

VIRK leitar að jákvæðum, þjónustulunduðum og metnaðarfullum einstaklingi í starf Þjónustufulltrúa. Viðkomandi skal vera tilbúinn að takast á við fjölbreytt, krefjandi og gefandi starf í Þjónustuveri VIRK. Um er að ræða þjónustu, upplýsingagjöf og leiðsögn við einstaklinga í þjónustu hjá VIRK. Í starfinu felast einnig ýmis skrifstofustörf, innkaup og ýmis verkefni á mannauðssviði.

Vinnutími er kl. 8:00 – 16:00 mánudaga – fimmtudag, 8:00 – 15:00 á föstudögum.

Heilbrigðismenntun svo sem heilbrigðisgagnafræðingur eða sjúkraliði er skilyrði.

Æskilegt er að umsækjandi geti byrjað sem fyrst.

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjónusta, upplýsingagjöf og leiðsögn fyrir einstaklinga í þjónustu og gesti
  • Svörun í síma og rafrænt, móttaka erinda, miðlun og skráning í kerfi VIRK
  • Úthringingar og bókanir vegna viðtala
  • Umsjón með biðstofum, fundarherbergjum og kaffistofu
  • Innkaup á rekstrarvörum og ferðapantanir
  • Ýmis önnur tilfallandi verkefni í samstarfi við mannauðsstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á heilbrigðissviði, t.d. heilbrigðisgagnafræðingur eða sjúkraliði
  • Mikil og góð reynsla af þjónustu- og skrifstofustörfum
  • Mjög góð samskiptahæfni
  • Trúnaður, heilindi og metnaður í starfi
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Jákvætt viðhorf og sveigjanleiki – vera til í allt
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku
  • Góð almenn tölvukunnátta, reynsla af skráningarvinnu æskileg
  • Hreint sakavottorð
Auglýsing stofnuð28. júní 2024
Umsóknarfrestur7. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Borgartún 18, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar