Landsvirkjun
Landsvirkjun
Landsvirkjun

Framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma

Við leitum að leiðtoga

Framtíðarsýn okkar hjá Landsvirkjun er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku.

Við leitum að framkvæmdastjóra til að vera í broddi fylkingar á þeirri vegferð og leiða svið vinds og jarðvarma; leiðtoga sem vill starfa á framsæknum vinnustað með öflugri liðsheild og góðum starfsanda. Viðkomandi þarf að vera framúrskarandi í mannlegum samskiptum og hafa brennandi áhuga á rekstri jarðvarma- og vindorkuvera.

Svið vinds og jarðvarma sér um rekstur jarðvarmastöðva og vindorkulunda, ásamt viðhaldi og endurnýjun orkumannvirkja. Þá þróar sviðið nýja orkukosti fyrir jarðvarma og vindorku.

Framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma situr í framkvæmdastjórn og heyrir beint undir forstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • leiða hóp framúrskarandi starfsfólks 
  • styðja við metnaðarfullt starfsumhverfi 
  • daglegur rekstur sviðsins 
  • þátttaka í stefnumótun og innleiðingu 
  • áætlanagerð sem snýr að verkefnum og framkvæmdum innan sviðsins 
  • samningagerð við þjónustuaðila vegna framkvæmda og reksturs 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • farsæl reynsla af stjórnun og rekstri
  • stefnumótandi hugsun
  • yfirgripsmikil þekking á orkumálum
  • áhugi á þróun, nýsköpun og tækni
Auglýsing birt27. september 2024
Umsóknarfrestur12. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar