ReykjavíkurAkademían ses.
ReykjavíkurAkademían ses.
ReykjavíkurAkademían ses.

Framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar

Stjórn ReykjavíkurAkademíunnar (RA) óskar eftir framkvæmdastjóra sem æskilegt er að geti hafið störf fyrir áramót.

Framkvæmdastjóri hefur umsjón með starfsemi og málefnum ReykjavíkurAkademíunnar í umboði stjórnar.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á og annast fjármál, bæði varðandi rekstur ReykjavíkurAkademíunnar og rannsóknarverkefni á hennar vegum. Hann ber ábyrgð á skrifstofuhaldi, skipulags- og húsnæðismálum RA, kynningarmálum og samstarf við stofnanir og fyrirtæki, rekstri tækja og miðlægs búnaðar og rekstri sameiginlegrar aðstöðu – og öðrum málum í umboði stjórnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stefnumótun RA í samvinnu við stjórn.
  • Efling rannsókna á vegum RA.
  • Umsjón með kynningarmálum.
  • Umsjón með samningum RA við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga.
  • Rekstur og fjármálaumsýsla.
  • Fjáröflun til starfsemi RA.
  • Umsjón með funda- og ráðstefnuhaldi í samvinnu við stjórn og einstaka félaga.
Menntunar- og hæfniskröfur

·       Meistaragráða eða annað framhaldsnám frá háskóla.

·       Reynsla af stjórnun, fjármálum og rekstri.

·       Reynsla af rannsóknum og/eða utanumhaldi rannsóknarverkefna.

·       Þekking á starfssviði stofnunarinnar og þátttaka í viðburðastjórnun er kostur.

·       Frumkvæði, faglegur metnaður og hæfni í mannlegum samskiptum.

·       Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg og leikni í ensku. Norðurlandamál er kostur. 

Auglýsing birt5. október 2024
Umsóknarfrestur20. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Þórunnartún 2*, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar