Framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar
Stjórn ReykjavíkurAkademíunnar (RA) óskar eftir framkvæmdastjóra sem æskilegt er að geti hafið störf fyrir áramót.
Framkvæmdastjóri hefur umsjón með starfsemi og málefnum ReykjavíkurAkademíunnar í umboði stjórnar.
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á og annast fjármál, bæði varðandi rekstur ReykjavíkurAkademíunnar og rannsóknarverkefni á hennar vegum. Hann ber ábyrgð á skrifstofuhaldi, skipulags- og húsnæðismálum RA, kynningarmálum og samstarf við stofnanir og fyrirtæki, rekstri tækja og miðlægs búnaðar og rekstri sameiginlegrar aðstöðu – og öðrum málum í umboði stjórnar.
- Stefnumótun RA í samvinnu við stjórn.
- Efling rannsókna á vegum RA.
- Umsjón með kynningarmálum.
- Umsjón með samningum RA við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga.
- Rekstur og fjármálaumsýsla.
- Fjáröflun til starfsemi RA.
- Umsjón með funda- og ráðstefnuhaldi í samvinnu við stjórn og einstaka félaga.
· Meistaragráða eða annað framhaldsnám frá háskóla.
· Reynsla af stjórnun, fjármálum og rekstri.
· Reynsla af rannsóknum og/eða utanumhaldi rannsóknarverkefna.
· Þekking á starfssviði stofnunarinnar og þátttaka í viðburðastjórnun er kostur.
· Frumkvæði, faglegur metnaður og hæfni í mannlegum samskiptum.
· Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg og leikni í ensku. Norðurlandamál er kostur.