Skólastræti Tækniskólans
Skólastræti Tækniskólans
Skólastræti Tækniskólans

Framsýnn framkvæmdastjóri

Skólastræti ehf. leitar að reynslumiklum og framsýnum framkvæmdastjóra til þess að leiða hönnun- og byggingu nýs Tækniskóla við Flensborgarhöfn. Skólastræti er félag í eigu Tækniskólans, skóla atvinnulífsins. Markmið félagsins er að byggja nútímalegan skóla, með þarfir atvinnulífs, nemenda og starfsfólks að leiðarljósi, þar sem vagga starfs- og tæknináms mun eiga lögheimili.

Framkvæmdastjóra er falið það ábyrgðarhlutverk að stýra þessu metnaðarfulla verkefni og sigla því í heimahöfn í Hafnarfirði.

Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn Skólastrætis Tækniskólans.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórnun og rekstur félagsins.
  • Yfirumsjón með öllum þáttum hönnunar- og byggingarferlisins.
  • Samningagerð við hagsmunaaðila.
  • Samráð við sveitarfélög, hönnuði, verktaka, ráðgjafa og aðra fagaðila.
  • Upplýsingamiðlun m.t.t. sjónarmiða starfsfólks og nemenda Tækniskólans í hönnunarferli nýs skóla.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla og þekking á umfangsmiklum skipulags- og þróunarverkefnum.
  • Reynsla af umfangsmiklum framkvæmdaverkum og samningagerð.
  • Reynsla af stjórnun, rekstri og áætlanagerð.
  • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samskiptahæfni.
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri.
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Auglýsing birt2. október 2024
Umsóknarfrestur14. október 2024
Staðsetning
Flensborgarhöfn
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar