
Framkvæmdastjóri þjónustusviðs
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir (FSRE) óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra þjónustusviðs. Leitað er að reynslumiklum leiðtoga sem býr yfir breiðri þekkingu á fasteignaumsýslu, samningagerð og stafrænum þjónustuferlum. Starfið felur einnig í sér þróun og innleiðingu á breyttu verklagi og nýjum lausnum í þágu notenda. Viðkomandi verður hluti af framkvæmdastjórn FSRE.
FSRE annast fasteignir og jarðir ríkisins, öflun húsnæðis og stýrir framkvæmdum við breytingar, endurbætur og nýbyggingar. Stofnunin heldur utan um stærsta fasteignasafn landsins sem samanstendur af 530 þúsund m² húsnæði í 380 eignum auk um 300 jarða og landsvæða. Jafnframt er unnið að fjölbreyttum fasteignaverkefnum sem snerta flest svið mannlífsins s.s. heilbrigðis- og velferðarmál, menningu, menntun, löggæslu, dómskerfi, náttúru og friðlýst svæði.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ábyrgð á daglegum rekstri, mannauðsmálum og stefnumótun þjónustusviðs.
- Ábyrgð á rekstri þjónustuborðs, aðstöðustýringu, húsnæðisöflun og rekstri fasteigna.
- Umsýsla og eftirfylgni með leigusamningum og eignasölu.
- Umsjón með útboðum, innkaupum og jarðasjóði.
- Ábyrgð á nýsköpun og stafrænni þróun sviðsins.
- Leiða samstarf og stuðla að hámarksánægju notenda húsnæðis.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun er kostur.
- Reynsla af stjórnun, stefnumótun, mannauðsmálum og uppbyggingu öflugrar liðsheildar.
- Þekking og reynsla af rekstri og viðhaldsþjónustu fasteigna.
- Þekking og reynsla af leigu- og fasteignaþjónustu við fyrirtæki eða stofnanir.
- Reynsla af þjónustustjórnun og stefnumótun á sviði þjónustu.
- Góð þekking á opinberri stjórnsýslu og stafrænni þróun.
- Framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar og lausnamiðað viðhorf.
- Metnaður, frumkvæði og skipulagshæfni.
- Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
Um FSRE:
Hjá FSRE starfa um 70 einstaklingar með breiða þekkingu á sviði fasteignarekstrar, framkvæmda og eignastýringar. Um er að ræða spennandi vinnustað sem er á fleygiferð inn í framtíðina og boðið er upp á verkefnamiðað vinnuumhverfi og sveigjanlegan vinnutíma. Lögð er áhersla á að styðja starfsfólk FSRE í þekkingaröflun, m.a. í gegnum alþjóðlegt tengslanet.
Umsóknarfrestur er til og með 13. október 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem færð eru rök fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Um fullt starf er að ræða.
FSRE hefur hlotið jafnlaunavottun og eru laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511-1225.

