Eimskip
Eimskip er alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem sinnir gáma- og frystiflutningum í Norður-Atlantshafi og sérhæfir sig í flutningsmiðlun með áherslu á flutninga á frosinni og kældri vöru. Með siglingakerfi sínu tengir Eimskip saman Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum Ísland. Félagið starfrækir 56 skrifstofur í 20 löndum og hefur á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks en í heildina starfa um 1.700 manns af 43 þjóðernum hjá félaginu.
Forvarnarfulltrúi
Eimskip leitar að þjónustuliprum og drífandi einstaklingi í starf forvarnarfulltrúa.
Um framtíðarstarf er að ræða.
Forvarnafulltrúi ber ábyrgð á forvarnastarfi vegna farmflutninga og meðhöndlun á eignum Eimskips í samvinnu við tjónadeild, ásamt að sinna eftirliti með greiningum tjóna sem verða.
Í anda jafnréttisstefnu Eimskips eru öll kyn hvött til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þátttaka í forvarnateymi félagsins
- Fræðsla, ráðgjöf og eftirlit vegna flutninga á hættulegum varningi
- Fræðsla um frágang farms
- Greining og rannsóknir á tjónum og miðlun lærdóms í forvarnaskyni
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
- Þekking eða reynsla af sambærilegum verkefnum er kostur
- Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
- Frumkvæði, öguð vinnubrögð og greiningarhæfni
- Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund
- Góð almenn tölvukunnátta
Fríðindi í starfi
- Öflugt starfsmannafélag sem rekur m.a. orlofshús víðs vegar um landið
- Heilsu- og hamingjupakki fyrir starfsfólk sem inniheldur m.a. heilsuræktarstyrk, sálfræðiþjónustustyrk, samgöngustyrk og fleira
- Gott mötuneyti og matur niðurgreiddur fyrir starfsfólk
Auglýsing birt24. janúar 2025
Umsóknarfrestur9. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Sundabakki 2, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)
Umsjónarmaður fasteigna og öryggismála
Þjóðskjalasafn Íslands
Öryggisvörður í heimferða- og fylgdadeild
Embætti ríkislögreglustjóra
Öryggisvörður í heimferða- og fylgdadeild
Embætti ríkislögreglustjóra
Öryggisvörður
Max Security
Öryggisfulltrúi IKEA
IKEA
Sumarstarf - Salalaug - Fullt starf
Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstarf - Salalaug - Helgarstarf
Sumarstörf - Kópavogsbær
Öryggisverðir í hafnarþjónustu - Sumarstarf
Öryggismiðstöðin
Join Our Aviation Security Team at Keflavík Airport - Summerjob
Öryggismiðstöðin
Öryggisfulltrúi hjá Landsneti
Landsnet hf.
Íþróttamiðstöðin Blönduósi – sundlaugarvörður
Húnabyggð
Öryggisstjóri IKEA
IKEA