Forstöðumaður Frístundaheimilisins Hóla á Selfossi
Sveitarfélagið Árborgar leitar að forstöðumanni fyrir frístundaheimilið Hóla við Sunnulækjarskóla á Selfossi. Um er að ræða tímabundið starf til og með 31.júlí með möguleika á áframhaldandi ráðningu.
Leitað er að reglusömum og áreiðanlegum einstaklingi sem hefur m.a. til að bera frumkvæði, góða samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Frístundaheimilið er með aðstöðu innan húsnæðis Sunnulækjarskóla. Á frístundaheimilinu er boðið uppá metnaðarfullt og fjölbreytt frístundastarf þegar hefðbundnum skóladegi lýkur.
Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Sveitarfélaginu Árborg í frístundamálum síðustu misseri og mikla grósku má finna innan frístundaþjónustu Árborgar.
Um er að ræða spennandi og áhugavert starf þar sem er boðið upp á sveigjanlegt og hvetjandi starfsumhverfi.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
- Dagleg umsjón, rekstur og áætlanagerð fyrir frístundaheimilið, þ.m.t. ábyrgð á starfsmannamálum, innkaupum og skipulagning þjónustu staðarins í samráði við notendur, frístunda- og forvarnarfulltrúa og starfsfólk
- Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk, skóla og aðra samstarfsaðila
- Þátttaka í teymum og þverfaglegu samstarfi innan frístundaþjónustu Árborgar sem og fjölskyldusviði sveitarfélagsins
- Þátttaka í stefnumótun og framtíðarsýn frístundastarfs í sveitarfélaginu
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. tómstunda- og félagsmálafræði, uppeldis- og menntunarfræði, kennslufræði eða önnur sambærileg menntun.
- Reynsla af stjórnun og rekstri æskileg
- Reynsla af stjórnun frístundastofnana kostur
- Áhugi á frístundastarfi skilyrði
- Starfsreynsla af starfi frístundaheimila kostur
- Framúrskarandi samskiptahæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði
- Skipuleg og fagleg vinnubrögð
- Almenn tölvukunnátta