Frístundaþjónusta í Árborg
Frístundaþjónusta í Árborg

Forstöðumaður Frístundaheimilisins Hóla á Selfossi

Sveitarfélagið Árborgar leitar að forstöðumanni fyrir frístundaheimilið Hóla við Sunnulækjarskóla á Selfossi. Um er að ræða tímabundið starf til og með 31.júlí með möguleika á áframhaldandi ráðningu.

Leitað er að reglusömum og áreiðanlegum einstaklingi sem hefur m.a. til að bera frumkvæði, góða samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Frístundaheimilið er með aðstöðu innan húsnæðis Sunnulækjarskóla. Á frístundaheimilinu er boðið uppá metnaðarfullt og fjölbreytt frístundastarf þegar hefðbundnum skóladegi lýkur.

Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Sveitarfélaginu Árborg í frístundamálum síðustu misseri og mikla grósku má finna innan frístundaþjónustu Árborgar.

Um er að ræða spennandi og áhugavert starf þar sem er boðið upp á sveigjanlegt og hvetjandi starfsumhverfi.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg umsjón, rekstur og áætlanagerð fyrir frístundaheimilið, þ.m.t. ábyrgð á starfsmannamálum, innkaupum og skipulagning þjónustu staðarins í samráði við notendur, frístunda- og forvarnarfulltrúa og starfsfólk
  • Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk, skóla og aðra samstarfsaðila
  • Þátttaka í teymum og þverfaglegu samstarfi innan frístundaþjónustu Árborgar sem og fjölskyldusviði sveitarfélagsins
  • Þátttaka í stefnumótun og framtíðarsýn frístundastarfs í sveitarfélaginu 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. tómstunda- og félagsmálafræði, uppeldis- og menntunarfræði, kennslufræði eða önnur sambærileg menntun.
  • Reynsla af stjórnun og rekstri æskileg
  • Reynsla af stjórnun frístundastofnana kostur
  • Áhugi á frístundastarfi skilyrði 
  • Starfsreynsla af starfi frístundaheimila kostur
  • Framúrskarandi samskiptahæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Skipuleg og fagleg vinnubrögð
  • Almenn tölvukunnátta 
Auglýsing birt6. desember 2024
Umsóknarfrestur20. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Norðurhólar 1, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar