Rue de Net
Rue de Net
Rue de Net

Forritari hjá Rue de Net – Sumarstarf í skýinu! ☀️☁️

Ertu að læra tölvunarfræði eða verkfræði og vilt fá góða reynslu í sumar?
Við hjá Rue de Net bjóðum spennandi tækifæri til að vinna með nýjustu tækni og fá innsýn í spennandi verkefni í hugbúnaðargeiranum.

Af hverju að verja sumrinu hjá Rue de Net?

  • Þú lærir að forrita og þróa með okkur sérfræðingunum í Microsoft Business Central
  • Þú færð að taka þátt í raunverulegum verkefnum með öflugu teymi
  • Þú færð að kynnast tólum eins og VS Code, AL, SQL, Docker, DevOps, Git, Azure Service Bus, REST og .NET
  • Hér er frábært vinnuumhverfi og sveigjanlegur vinnutímu
  • Hér er starfsaðstaða á besta stað í bænum – og flottasta útsýnið!
Helstu verkefni og ábyrgð

Við lofum dýrmætri reynslu:

  • Að vinna með raunverulegum viðskiptavinum
  • Að leysa tæknilegar áskoranir í samstarfi við reyndan hóp forritara
  • Að taka þátt í þróunarverkefnum frá upphafi til enda
  • Að læra allt það nýjasta sem Business Central hefur upp á að bjóða
Menntunar- og hæfniskröfur

Hverju erum við að leita eftir?

  • Þú ert að læra tölvunarfræði, verkfræði eða skylt fag
  • Þú hefur vilja og hæfni til að læra ný kerfi og tækni
  • Þú hefur góða samskiptahæfni og nýtur þess að vinna í teymi
  • Þú ert með skipulag og frumkvæði á hreinu og hefur lausnamiðaða hugsun
Fríðindi í starfi

Hvað er svona sérstakt við Rue de Net?

Við leggjum áherslu á að vera persónulegt fyrirtæki þar sem þú færð að:

  • Starfsaðstöðu á besta stað í bænum – og flottasta útsýnið!
  • Vinna með reyndum sérfræðingum sem leiða þig áfram
  • Prufa nýjar lausnir í öruggu umhverfi
  • Þroskast faglega og byggja upp færni sem nýtist áfram

Klár í næsta skrefSendu okkur umsókn

Auglýsing birt17. mars 2025
Umsóknarfrestur28. mars 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Hallgerðargata 13, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar