

Quality Assurance Specialist
Við leitum að metnaðarfullum og skipulögðum einstakling í hlutverk Quality Assurance Specialist til að ganga til liðs við kraftmikið og þétt teymi í ört vaxandi nýsköpunarfyrirtæki. Í þessu lykilhlutverki muntu bera ábyrgð á vönduðum prófunum til að hámarka gæði og áreiðanleika hugbúnaðarins. – með sérstakri áherslu á náið samstarf með þróunarteyminu til að bera kennsl á villur, skjölun og leysa úr tengdum málum til að tryggja að hugbúnaður okkar uppfylli hæstu gæðakröfur
-
Framkvæma bæði handvirkar og sjálfvirkar prófanir á hugbúnaði og kerfum.
-
Skilgreining mála: Skilgreina og skjalfesta mál og villur skýrt, veita tæknilega innsýn til að aðstoða þróunarteymið við að taka upplýstar ákvarðanir.
-
Sjálfvirkar prófanir: Þróa og innleiða sjálfvirkar prófanir til að einfalda prófunarferlið, bæta skilvirkni og bera kennsl á mál snemma í þróunarhring.
-
Ferlabætur: Endurskoða stöðugt og koma með tillögur að betrumbótum á QA ferlinu til að auka skilvirkni og árangur.
-
Samvinna: Sækja endurgjöf frá viðskiptavinum Advise og vinna náið með þróunarteyminu í vöruþróun.
-
Vinna náið með þróunarteymi og öðrum deildum við tæknilegan stuðining
-
Háskólamenntun í viðeigandi fagi, t.d. tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg reynsla.
-
Reynsla af prófunum á hugbúnaði, sérstaklega með áherslu á sjálfvirkar prófanir.
-
Reynsla af notkun sjálfvirkra prófunartóla, til dæmis Postman, Cypress og Playwright.
-
Þekking á og reynsla af innleiðingu besta ferla og verklagsreglna í prófunum.
-
Sterk hæfni í að greina, skrásetja og leysa vandamál.
-
Framúrskarandi skipulagshæfni, nákvæmni og lausnamiðuð vinnubrögð.
-
Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar, með áherslu á teymisvinnu.

