
Rue de Net
Við erum Rue de Net hugbúnaðarhús og við sérhæfum okkur í Microsoft Business Central. Við bjóðum persónulega þjónustu og samanlagt búum við yfir mikilli reynslu við að aðstoða fyrirtæki að taka skrefið frá eldri lausnum og yfir í nútímann.
Við vitum að góð teymi skipta öllu máli í krefjandi verkefnum og að lykillinn að góðum árangri er menningin og stemmningin í vinnunni.
Lykillinn að árangri? Fólkið okkar!
Við vitum að gott fólk skapar góðan vinnustað og við trúum því að með því að byggja upp jákvætt og skapandi starfsumhverfi náum við bæði að styðja við fólkið okkar og veita viðskiptavinum okkar betri þjónustu.
Af hverju Rue de Net?
Við erum lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem hvert verkefni er krefjandi en skemmtilegt. Hér leggjum við áherslu á að fólk fái að vaxa í starfi og sækja sér þá fræðslu og reynslu sem styrkir þau – bæði í vinnunni og persónulega. Starfsmannafélagið okkar, Tólfan, sér til þess að við höldum uppi góðu félagslífi með fjölbreyttum og skemmtilegum uppákomum.
Langar þig að starfa með okkur?
Við erum alltaf að leita að metnaðarfullum og drífandi einstaklingum sem vilja taka þátt í að þróa framsæknar lausnir og vörur – bæði fyrir viðskiptavini okkar og samstarfsaðila.
Sendu okkur endilega umsókn.

Forritari hjá Rue de Net – fullt af tækifærum í skýinu! ☁️
Varst þú að útskrifast og langar að vinna með okkur, sérfræðingunum í Business Central?
Við hjá Rue de Net leitum að hugmyndaríku og metnaðarfullu fólki sem vill taka þátt í að skapa lausnir sem hjálpa framsæknustu fyrirtækjum landsins að vaxa.
Helstu verkefni og ábyrgð
Hvað felst í starfinu?
- Þú tekur þátt í vöruþróun og þjónustu við viðskiptavini
- Þú vinnur með Microsoft Business Central og tengdum lausnum
- Þú notar tól eins og VS Code, AL, SQL, Docker, DevOps, Git, Azure Service Bus, REST og .NET
- Þú færð tækifæri til að prófa nýjar lausnir og þróa þig í starfi
Menntunar- og hæfniskröfur
Hverju erum við að leita eftir?
- Menntun í tölvunarfræði, verkfræði eða skyldu fagi
- Hæfni og áhugi á að læra ný kerfi og tækni
- Góðri samskiptahæfni og vilja til að vinna í teymi
- Skipulögð vinnubrögð og frumkvæði
Reynsla er kostur en ekki krafa – við viljum fá fólk sem er tilbúið að vaxa með okkur!
Fríðindi í starfi
Þetta höfum við að bjóða
- Sveigjanlegan vinnutíma – þannig að þú getir unnið með góðum sveigjanleika
- Starfsaðstöðu á besta stað í bænum – og flottasta útsýnið!
- Tækifæri til að vinna með nýjustu tækni alla daga
- Skemmtilegt og samheldið teymi þar sem allir hjálpast að
- Fjölbreytt verkefni sem hjálpa þér að þróa hæfileika þína
Klár í næsta skref? Sendu okkur endilega umsókn.
Auglýsing birt18. mars 2025
Umsóknarfrestur28. mars 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Hallgerðargata 13, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Forritari Securitas
Securitas

Salesforce Sérfræðingur / Forritari
Sýn

Infrastructure & Security Engineer
Too Lost

Bakendaforritari í Tækniráðgjöf
Deloitte

Framendaforritari í Tækniráðgjöf
Deloitte

Senior Software Engineer
Bókun / Tripadvisor

Automation Engineer
CCP Games

Software developers (Python/Vue)
Ankeri Solutions

VIÐ LEITUM AÐ FORRITARA!
Arango

Quality Assurance Specialist
Advise Business Monitor

DevOps/Platform sérfræðingur
Skræða ehf

Developer & Quality Assurance (QA) Summer Position - 2025
Starborne