Rue de Net
Rue de Net
Rue de Net

Forritari hjá Rue de Net – fullt af tækifærum í skýinu! ☁️

Varst þú að útskrifast og langar að vinna með okkur, sérfræðingunum í Business Central?

Við hjá Rue de Net leitum að hugmyndaríku og metnaðarfullu fólki sem vill taka þátt í að skapa lausnir sem hjálpa framsæknustu fyrirtækjum landsins að vaxa.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hvað felst í starfinu?

  • Þú tekur þátt í vöruþróun og þjónustu við viðskiptavini
  • Þú vinnur með Microsoft Business Central og tengdum lausnum
  • Þú notar tól eins og VS Code, AL, SQL, Docker, DevOps, Git, Azure Service Bus, REST og .NET
  • Þú færð tækifæri til að prófa nýjar lausnir og þróa þig í starfi
Menntunar- og hæfniskröfur

Hverju erum við að leita eftir?

  • Menntun í tölvunarfræði, verkfræði eða skyldu fagi
  • Hæfni og áhugi á að læra ný kerfi og tækni
  • Góðri samskiptahæfni og vilja til að vinna í teymi
  • Skipulögð vinnubrögð og frumkvæði

Reynsla er kostur en ekki krafa – við viljum fá fólk sem er tilbúið að vaxa með okkur! 

Fríðindi í starfi

Þetta höfum við að bjóða

  • Sveigjanlegan vinnutíma – þannig að þú getir unnið með góðum sveigjanleika
  • Starfsaðstöðu á besta stað í bænum – og flottasta útsýnið!
  • Tækifæri til að vinna með nýjustu tækni alla daga
  • Skemmtilegt og samheldið teymi þar sem allir hjálpast að
  • Fjölbreytt verkefni sem hjálpa þér að þróa hæfileika þína

Klár í næsta skref? Sendu okkur endilega umsókn.

Auglýsing birt18. mars 2025
Umsóknarfrestur28. mars 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Hallgerðargata 13, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar