
Flutninga- og umboðsþjónusta
Nesskip ehf. óskar eftir að ráða traustan og áreiðanlegan einstakling til starfa í flutninga- og umboðsþjónustudeild fyrirtækisins. Um fjölbreytt og krefjandi starf er að ræða í góðu vinnuumhverfi. Starfið felur í sér liðsheildarvinnu sem krefst nákvæmni, sveigjanleika og framúrskarandi samstarfshæfni. Að jafnaði fylgja starfinu bakvaktir þriðju hverja helgi.
Helstu verkefni:
- Samskipti við viðskiptavini, skip, yfirvöld og samstarfsaðila innanlands og erlendis
- Skipulagning og utanumhald á komum, viðveru og brottförum skipa
- Umsjón með flutningatengdum skjölum og öðrum fylgigögnum
- Ábyrgð og uppgjör á viðkomureikningum skipa
- Skráning og skýrslugerð í innri kerfum fyrirtækisins
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi, s.s. stúdentspróf, skipstjórnar-, vélstjórnar- eða iðnmenntun
- Reynsla af flutningatengdri atvinnustarfsemi er skilyrði
- Framúrskarandi þjónustu- og samstarfshæfni
- Gott vald á íslensku og ensku, í ræðu og riti
- Frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð almenn tölvukunnátta
Um Nesskip:
Nesskip er flutningaþjónustufyrirtæki stofnað árið 1974 og er megin starfsemi fyrirtækisins skipamiðlun og umboðsþjónusta við skip. Starfsstöð fyrirtækisins er á Seltjarnarnesi. Starfsfólk Nesskipa leggur áherslu á að veita bestu mögulegu þjónustu og lausnir á hverjum tíma.
Umsóknarfrestur er til og með 19. janúar 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir aðilar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Upplýsingar veitir Sigríður Svava Sandholt ([email protected]), sími: 511-1225.
Enska
Íslenska










