Tæki.is
Tæki.is
Tæki.is

Þjónustustjóri - Verkstæði

Við leitum að öflugum og skipulögðum einstaklingi í starf þjónustustjóra verkstæðis. Starfið felur í sér daglega umsjón með verkstæðinu, skipulagningu verkefna, stjórnun starfsmanna og samskipti við viðskiptavini og innri teymi. Þú munt tryggja að viðhald og viðgerðir á tækjum og búnaði fari fram á öruggan og skilvirkan hátt.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stjórna daglegum rekstri verkstæðis og tryggja góða verkferla.
  • Skipuleggja verkefni og úthluta verkum til starfsmanna.
  • Fylgja eftir viðhaldi og viðgerðum á tækjum og búnaði.
  • Halda utan um birgðir, varahluti og innkaup.
  • Tryggja öryggi og fylgja vinnuverndarreglum.
  • Innleiða verklagsreglur og bæta ferla til aukinnar skilvirkni.
  • Þjálfa og leiða teymið til árangurs.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á sviði vélbúnaðar eða tækni er kostur, t.d. bifvélavirki, vélvirki eða sambærilegt nám.
  • Reynslu af verkstæðisstjórnun eða sambærilegu starfi.
  • Þekking á viðhaldi tækja og vélbúnaðar er kostur.
  • Skipulagshæfni, leiðtogafærni og lausnamiðuð hugsun.
  • Góð tölvukunnátta og færni í skráningarkerfum.
  • Góð Íslenskukunnátta og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli 
  • Gild ökuréttindi, lyftararéttindi kostur.
  • Meirapróf kostur.
Fríðindi í starfi
  • Fjölbreytt starf hjá öflugu fyrirtæki sem er hluti af Terra-samstæðunni.
  • Samkeppnishæf laun og góð starfskjör.
  • Öflugt starfsmannafélag með skemmtilegum viðburðum.
  • Sterkt stjórnendateymi sem vinnur markvisst að því að sækja fram og þróa ferla.
  • Tækifæri til að hafa áhrif og móta framtíð félagsins. 
Auglýsing birt29. desember 2025
Umsóknarfrestur25. janúar 2026
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Norðurhella 5, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar