

Sérfræðingur í þjónustustýringu
Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í starf sérfræðings í þjónustustýringu Varðar. Um er að ræða spennandi starf fyrir aðila sem hefur brennandi áhuga á ferla- og umbótaverkefnum ásamt þjónustuþróun og nýsköpun í þjónustu.
Þjónustustýring er ný eining innan Þjónustusviðs Varðar sem ber ábyrgð á samræmdri þjónustustefnu, fræðslu og ferlamálum. Einingin hefur það hlutverk að bæta gæði þjónustunnar, stytta biðtíma og tryggja að viðskiptavinir upplifi samræma og hnökralausa þjónustu.
-
Greina, hanna og innleiða ferla í samvinnu við önnur svið
-
Greining og innleiðing þjónustuferla í CRM kerfi
-
Umbótaverkefni og nýsköpun
-
Þjónusta við innri viðskiptavini og þátttaka í þjónustuþróun
-
Önnur dagleg verkefni þjónustustýringar í samráði við stjórnanda
-
Þjónustulund, sveigjanleiki og jákvætt viðmót
-
Þekking á fjármálaumhverfi er kostur
-
Mjög góð þekking á CRM, reynsla af innleiðingu er kostur
-
Þekking og reynsla af því að vinna með ferla og umbætur
-
Drifkraftur, nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
-
Góð þekking á þjónustuþáttum Varðar er kostur
-
Háskólapróf sem nýtist í starfi og/eða góð reynsla af banka- eða tryggingamarkaði
Íslenska










