
First Water
First Water starfrækir seiðaeldisstöð við Hveragerði og áframeldisstöð við Þorlákshöfn. Verkefnið nýtur afburða aðstæðna í Ölfusi þar sem gott aðgengi er að landrými, umhverfisvænni orku og ekki síst tæru ferskvatni og sjóvatni við kjörhitastig fyrir laxeldi. Uppbyggingin miðar að sjálfbærri og umhverfisvænni framleiðslu þar sem lax er alinn við kjöraðstæður í hreinum sjó sem dælt er upp í gegnum hraunlög á svæðinu og öll orka kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum vatns- og gufuaflsvirkjana Landsvirkjunar.
Lykillinn að velgengni félagsins mun liggja í mannauði þess og leggur félagið því mikla áherslu á að upp öflugan hóp reynslumikils og drífandi starfsfólks.
First Water kappkostar að bjóða upp á gott starfsumhverfi á skemmtilegum og samheldnum vinnustað

Tæknistjóri laxvinnslu
Við leitum að tæknistjóra í laxavinnslu félagsins í Þorlákshöfn.
Starfið felst í að reka tæknibúnað vinnslunnar, tryggja skilvirkni í vinnsluferli og umbætur í framleiðslu og búnaði. Tæknistjóri vinnur náið með vinnslustjóra og tæknisviði félagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á rekstri og viðhaldi véla og tækja
- Aðstoða vinnslustjóra við daglegan rekstur
- Gerð verkbeiðna og eftirfylgni með verkum
- Samskipti við verktaka, birgja og þjónustuaðila
- Skipulagning á uppsetningu og gangsetningu á búnaði
- Gerð viðhaldsáætlana
- Þátttaka í umbótaverkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Vélstjórn, véltækni-eða iðnfræði eða önnur sambærileg menntun
- Reynsla af rekstri og viðhaldi vélbúnaðar og vinnslukerfa
- Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
- Frumkvæði í starfi og umbótahugsun
Nánari upplýsingar veitir Stefán Jessen, framkvæmdastjóri tæknisviðs, [email protected]
Umsóknafrestur er til og með 11. janúar.
First Water er framsækið íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að uppbyggingu laxeldis á landi, og nýtir til þess náttúruauðlindir Íslands á sjálfbæran hátt. Lykillinn að velgengni félagsins mun liggja í mannauði þess og leggur félagið því ríka áherslu á öflugan hóp reynslumikils og drífandi starfsfólks.
Auglýsing birt20. desember 2025
Umsóknarfrestur11. janúar 2026
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Óseyrarbraut 20, 815 Þorlákshöfn
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sumarstörf 2026
EFLA hf

Ert þú vélvirki / vélstjóri / pípari?
Olíudreifing þjónusta

Sérfræðingur í framkvæmdaeftirliti á sviði byggðatækni
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Fagstjóri veitukerfa
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur í burðarvirkjum
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur í lögnum og loftræsikerfum
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Verkefnastjórn og framkvæmdaráðgjöf byggingarframkvæmda
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Rekstrarstjóri viðhalds / Maintenance Superintendent
Alcoa Fjarðaál

Vélstjóri á flutningaskip
Eimskip

Við byggjum upp samfélög – vilt þú taka þátt?
Verkís

Verkstæði
EAK ehf.

Yfirmaður tæknideildar - Borgarnes
Steypustöðin