First Water
First Water
First Water

Tæknistjóri laxvinnslu

Við leitum að tæknistjóra í laxavinnslu félagsins í Þorlákshöfn.

Starfið felst í að reka tæknibúnað vinnslunnar, tryggja skilvirkni í vinnsluferli og umbætur í framleiðslu og búnaði. Tæknistjóri vinnur náið með vinnslustjóra og tæknisviði félagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ábyrgð á rekstri og viðhaldi véla og tækja
  • Aðstoða vinnslustjóra við daglegan rekstur
  • Gerð verkbeiðna og eftirfylgni með verkum
  • Samskipti við verktaka, birgja og þjónustuaðila
  • Skipulagning á uppsetningu og gangsetningu á búnaði
  • Gerð viðhaldsáætlana
  • Þátttaka í umbótaverkefnum

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Vélstjórn, véltækni-eða iðnfræði eða önnur sambærileg menntun
  • Reynsla af rekstri og viðhaldi vélbúnaðar og vinnslukerfa
  • Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Frumkvæði í starfi og umbótahugsun

Nánari upplýsingar veitir Stefán Jessen, framkvæmdastjóri tæknisviðs, [email protected]

Umsóknafrestur er til og með 11. janúar.

First Water er framsækið íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að uppbyggingu laxeldis á landi, og nýtir til þess náttúruauðlindir Íslands á sjálfbæran hátt. Lykillinn að velgengni félagsins mun liggja í mannauði þess og leggur félagið því ríka áherslu á öflugan hóp reynslumikils og drífandi starfsfólks.

Auglýsing birt20. desember 2025
Umsóknarfrestur11. janúar 2026
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Óseyrarbraut 20, 815 Þorlákshöfn
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar