

Sumarstörf 2026
EFLA leitar af efnilegum, hugmyndaríkum og metnaðarfullum nemum í sumarstörf. Við leggjum áherslu á að veita nýju starfsfólki tækifæri til að spreyta sig og axla ábyrgð í verkefnum undir handleiðslu reynslumeira starfsfólks. EFLA býður upp á afbragðs starfsvettvang í alþjóðlegu umhverfi með framúrskarandi samstarfsfólki.
EFLA er þekkingarfyrirtæki sem starfar á sviði verkfræði og tækni og eru verkefnin mjög fjölbreytt. Fagsvið EFLU eru byggingar, orka, iðnaður og samfélag.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. EFLA er jafnlaunavottað fyrirtæki með skýra jafnréttisstefnu og hefur unnið frumkvöðlastarf í sjálfbærum rekstri.
Við leitum eftir því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
Starfsstöðvar EFLU eru um allt land, en höfuðstöðvarnar á Lynghálsi 4 í Reykjavík. Starfsstöðvar EFLU eru í öllum landshlutum, sem og í Noregi, Svíþjóð, Póllandi, Frakklandi, Skotlandi og Danmörku. Hér er hægt að lesa nánar um hvert svið og kynna sér vinnustaðinn
Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust.
Nánari upplýsingar veita sérfræðingar á mannauðssviði EFLU.
Við hvetjum öll kyn til þess að sækja um.Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar 2026, en við hvetjum þig til að sækja um tímanlega þar sem umsóknir eru skoðaðar jafnóðum og þær berast.
Íslenska
Norska
Enska
Danska
Sænska










