Tryggingastofnun
Tryggingastofnun

Fjármálastjóri

Hefur þú brennandi áhuga á fjármálastjórnun og vilt vinna hjá stofnun með framúrskarandi vinnuaðstöðu og góðan starfsanda?
Tryggingastofnun (TR) leitar að kraftmiklum fjármálastjóra sem ber ábyrgð á gerð og framkvæmd fjárhagsáætlana fyrir rekstur og þá lífeyrisflokka sem TR hefur umsýslu með. Fjármálastjóri á sæti í yfirstjórn og tekur þátt í stefnumótun og þróun TR.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fjárhagsleg áætlana- og skýrslugerð, gerð greiðsluáætlana og eftirlit með kostnaði.

  • Yfirumsjón með fjárreiðum og innheimtu.

  • Yfirumsjón með bókhaldi, afstemmingum og gerð ársreikninga.

  • Upplýsingagjöf og samskipti við fagráðuneyti og aðra opinbera aðila.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf í viðskiptafræði, rekstrarhagfræði, fjármálaverkfræði eða önnur sambærileg menntun. Krafa gerð um framhaldspróf sem nýtist í starfi.

  • Farsæl reynsla af fjármálastjórnun er kostur.

  • Reynsla af stjórnun og mannaforráðum.

  • Góð greiningarhæfni og reynsla af framsetningu tölulegra upplýsinga.

  • Leiðtogahæfileikar og mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum.

  • Metnaður, frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæði í starfi.

  • Skipulagshæfileikar og geta til að hafa yfirsýn yfir verkefni.

  • Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti.

Auglýsing birt10. janúar 2025
Umsóknarfrestur20. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar