Tryggingastofnun
Tryggingastofnun

Sjúkraþjálfi

Hefur þú brennandi áhuga á velferðar- og heilbrigðismálum? - þá ættir þú að kíkja á þessa auglýsingu því laust er til umsóknar starf sjúkraþjálfa hjá Tryggingastofnun(TR). Um er að ræða spennandi og krefjandi sérfræðistarf í mati á endurhæfingu og örorku. . Starfið byggir á frumkvæði og þéttu samstarfi í breiðum hópi sérfræðinga. Starfið felst í mati á umsóknum um endurhæfingarlífeyrir og þátttöku í mótun og vinnu í nýju örorkumatskerfi sem tekur gildi þann 1. september n.k.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Mat, greining og úrvinnsla umsókna umendurhæfingarlífeyri. 
  • Þátttaka í samþættu sérfræðiteymi fyrir mat á örorku
  • Ráðgjöf, þjónusta og upplýsingamiðlun til viðskiptavina og samstarfsaðila. 
  • Þróun vinnuferla og rafrænnar þjónustu.
  • Skráning og meðhöndlun tölfræðiupplýsinga.
  • Önnur sérhæfð verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskst starfsleyfi sem sjúkraþjálfi
  • Reynsla af starfi á sviði heilbrigðis- eða velferðarþjónustu er kostur
  • Mjög góð hæfni í greiningu, túlkun og framsetningu gagna
  • Mjög góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
  • Faglegur metnaður, lausnamiðuð hugsun og frumkvæði
  • Mjög gott vald á  íslensku og ensku
Auglýsing birt16. janúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar