Tryggingastofnun
Tryggingastofnun er þjónustustofnun sem gegnir lykilhlutverki í velferðarþjónustu Íslands. Hlutverk stofnunarinnar er að framfylgja lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni langveikra barna.
Hjá TR starfa um 100 starfmenn með hátt menntunarstig og mikla fagþekkingu. Starfsfólki er boðið upp á nútímalegt vinnuumhverfi þar sem ríkir góður starfsandi, sveigjanlegur vinnutími og mikil samvinna.
Sjúkraþjálfi
Hefur þú brennandi áhuga á velferðar- og heilbrigðismálum? - þá ættir þú að kíkja á þessa auglýsingu því laust er til umsóknar starf sjúkraþjálfa hjá Tryggingastofnun(TR). Um er að ræða spennandi og krefjandi sérfræðistarf í mati á endurhæfingu og örorku. . Starfið byggir á frumkvæði og þéttu samstarfi í breiðum hópi sérfræðinga. Starfið felst í mati á umsóknum um endurhæfingarlífeyrir og þátttöku í mótun og vinnu í nýju örorkumatskerfi sem tekur gildi þann 1. september n.k.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Mat, greining og úrvinnsla umsókna umendurhæfingarlífeyri.
- Þátttaka í samþættu sérfræðiteymi fyrir mat á örorku
- Ráðgjöf, þjónusta og upplýsingamiðlun til viðskiptavina og samstarfsaðila.
- Þróun vinnuferla og rafrænnar þjónustu.
- Skráning og meðhöndlun tölfræðiupplýsinga.
- Önnur sérhæfð verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskst starfsleyfi sem sjúkraþjálfi
- Reynsla af starfi á sviði heilbrigðis- eða velferðarþjónustu er kostur
- Mjög góð hæfni í greiningu, túlkun og framsetningu gagna
- Mjög góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
- Faglegur metnaður, lausnamiðuð hugsun og frumkvæði
- Mjög gott vald á íslensku og ensku
Auglýsing birt16. janúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (6)