Auðnast
Auðnast var stofnað árið 2014 í þeim tilgangi að þjónusta atvinnulífið um allt er varðar heilsu og félagslegt öryggi starfsfólks. Sama ár var Auðnast klíník opnuð en þar er boðið upp á þverfaglega meðferð, handleiðslu og ráðgjöf fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa við úrlausn mála. Með samstarfi við Auðnast eru vinnustaðir að stuðla að traustu öryggiskerfi heilsunnar, móta jákvæða innri menningu, auka sjálfbærni og styrkja færni einstaklinga til að takast á við fjölbreytt umhverfi og aðstæður.
Sjúkraþjálfari óskast í verktöku
Vilt þú vera með Auðnast í liði?
Auðnast ehf auglýsir eftir öflugum liðsauka í Auðnast teymið til að sinna verkefnum sjúkraþjálfara er varðar fræðslu, úttekt á vinnuaðstöðu á vinnustöðum sem og heilsutengdum verkefnum. Um er að ræða starf í verktöku og hlutfall samkvæmt samkomulagi.
Auðnast er framsækið fyrirtæki sem leggur áherslu á heilsu og líðan starfsfólks á vinnustöðum. Hjá Auðnast starfar þverfaglegt meðferðarteymi sem sinnir bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu
www.audnast.is
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fræðsla og úttekt varðandi hreyfi - og stoðkerfi, líkamsbeitingu og umhverfisþætti
- Þátttaka í teymisvinnu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Löggild réttindi sjúkraþjálfara
- Góð samskiptafærni
- Hæfni til að starfa í hópi
- Sjálfstæði í starfi
- Frumkvæði og faglegur metnaður
- Hreint sakavottorð
Helstu verkefni og ábyrgð
Fræðsla og úttekt varðandi hreyfi - og stoðkerfi, líkamsbeitingu og vinnuvistfræði
Auglýsing birt7. janúar 2025
Umsóknarfrestur6. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Grensásvegur 50, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar