Fjármálastjóri Ísfugls
Ísfugl óskar eftir að ráða drífandi og metnaðarfullan einstakling í starf fjármálastjóra. Staðan heyrir undir framkvæmdastjóra og eigendur. Viðkomandi mun auk þess sinna fjármálum annarra fyrirtækja innan samstæðunnar sem eru fyrirtækin Reykjabúið ehf. og Útungun ehf.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ábyrgð á bókhaldi og uppgjöri samstæðunnar, ásamt því að undirbúa þau til endurskoðanda
- Undirbúningur og umsjón með rekstraráætlunum
- Umsjón með innkaupum, innheimtu og greiðslu reikninga
- Framlegðarútreikningar á ýmsum vöruliðum rekstrarins ásamt því að sinna kostnaðareftirliti, eftirfylgni og frávikagreiningu
- Mótun stefnu varðandi tilhögun fjármála í samvinnu við stjórn
- Önnur tilfallandi verkefni sem er falin eru af framkvæmastjóra og eigendum
Menntunar og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af bókhaldsstörfum og reikningshaldi er skilyrði
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
- Góð tölvukunnátta og greiningarhæfni
- Framsýni, sjálfstæði og frumkvæði
- Góð íslensku- og enskukunnátta, í ræðu og riti
Um Ísfugl:
Ísfugl sláturhús og kjötvinnsla hefur verið starfandi frá árinu 1979 og er elsta fyrirtækið í greininni á Íslandi. Fyrirtækið er eigandi Útungunar ehf. og Reykjabúið ehf. móðurfélag Ísfugls. Ísfugl og Reykjabúið leggja áherslu á að framleiða ferskt og óunnið kjöt sem er rekjanlegt til bónda og leggur upp úr að uppfylla skilyrði samnorræna merkisins Skráargatsins.
Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir aðilar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veita Þuríður Pétursdóttir (thuridur@intellecta.is) og Sigríður Svava Sandholt (sigridur@intellecta.is) í síma 511-1225.