Fjármálastjóri
SS er eitt elsta fyrirtæki landsins, stofnað árið 1907. Félagið er með stærstu matvælafyrirtækjum landsins með margháttaða framleiðslu og innflutning á matvörum og vörum tengdum matvörum. Félagið er með starfsstöðvar í Reykjavík, á Selfossi, á Hvolsvelli og í Þorlákshöfn. Innan samstæðu SS eru fyrirtækin Reykjagarður, sem er stærsti kjúklingaframleiðandi landsins, og Hollt og gott sem er stórt í framleiðslu á ýmiss konar vörum úr grænmeti og ávöxtum. Um 330 starfsmenn vinna hjá SS og um 450 hjá samstæðunni allri. Velta SS á liðnu ári var um 18 milljarðar.
Við leitum nú að drífandi og jákvæðum einstaklingi til að leiða fjármáladeild fyrirtækisins. Starfið er spennandi og krefjandi stjórnunarstarf í síbreytilegu umhverfi en fjármálastjóri heyrir beint undir forstjóra og situr í yfirstjórn félagsins.
Fjármálastjóri hefur yfirumsjón með fjármálum félagsins en auk þess ber fjármálastjóri ábyrgð á upplýsingatæknimálum og búvörudeild.
Við viljum góðan stjórnanda sem býr yfir afburða færni í mannlegum samskiptum. SS er rekið með lítilli yfirbyggingu sem gerir kröfur um nána samvinnu og hraða ákvörðunartöku.
- Víðtæk reynsla af fjármálastjórnun og rekstri
- Háskólamenntun sem nýtist í starfinu
- Nákvæm og öguð vinnubrögð
- Árangursrík stjórnunarreynsla
- Eldmóður
- Mikil hæfni í mannlegum samskiptum