Suðurnesjabær
Suðurnesjabær

Félagsráðgjafi í barnaverndarþjónustu

Suðurnesjabær óskar eftir félagsráðgjafa í fullt starf við barnaverndarþjónustu. Starfið felur í sér að vinna með mál barna og fjölskyldna í samræmi við barnaverndarlög nr. 80/2002, með áherslu á öryggi, velferð og þroska barns.

Félagsráðgjafi sinnir mati og úrvinnslu barnaverndarmála, leiðir samráð og samhæfingu milli aðila og vinnur í nánu samstarfi við börn, foreldra og fagaðila. Starfið krefst góðrar þekkingar á lögum og úrræðum á sviði barnaverndar og getur einnig falið í sér hlutverk málsstjóra í farsæld barna samkvæmt lögum nr. 86/2021.

Helstu verkefni:

  • Móttaka og mat tilkynninga um óviðunandi aðbúnað barna og ungmenna skv. barnaverndarlögum.
  • Könnun á aðbúnaði þeirra, gerð og eftirfylgd meðferðaráætlana.
  • Meðferð, stuðningur og eftirlit í barnaverndarmálum.
  • Málstjórn og samhæfing þjónustu samkvæmt lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
  • Þátttaka í teymisvinnu og þverfagleg samvinna við aðrar starfseiningar á velferðarsviðið, og öðrum sviðum sveitarfélagsins sem sinna þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.
  • Nákvæm skráning gagna og skýrslugerð
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu

Hæfni- og menntunarkröfur:

  • Starfsréttindi í félagsráðgjöf sbr. reglugerð 1088/2012 eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Viðbótarmenntun í farsæld barna eða foreldrafræðslu er kostur.
  • Haldgóð þekking á barnaverndarlögum, verklagi og stjórnsýslu barnaverndar.
  • Reynsla af starfi með börnum og fjölskyldum.
  • Góð færni í samskiptum, viðtalstækni og teymisvinnu.
  • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Færni í ritun og framsetningu gagna.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.

Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2025.

Laun eru samkvæmt samningi sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.

Umsókn um starfið þarf að fylgja greinargóð starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, fyrri störfum umsækjanda, menntun og reynslu.

Nánari upplýsingar um starfið veita, Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs [email protected] eða Hilmar Jón Stefánsson [email protected] sími 425-3161.

Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Auglýsing birt18. nóvember 2025
Umsóknarfrestur30. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Miðnestorg 3, 245 Sandgerði
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar