Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands

Lögfræðingur á skrifstofu rektors

Laust er til umsóknar fullt starf lögfræðings á skrifstofu rektors Háskóla Íslands.

Lögfræðingar rektorsskrifstofu starfa að fjölbreyttum verkefnum og í starfi þeirra reynir á flest svið lögfræðinnar, en réttarreglur opinbers réttar eru í forgrunni. Þeir koma fram fyrir hönd Háskóla Íslands við úrlausn stjórnsýslumála og annarra lögfræðilegra viðfangsefna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoð og ráðgjöf við stjórnendur og starfsfólk Háskóla Íslands

  • Túlkun laga og reglna, aðstoð við samningu reglna, verklagsreglna, ferla og samningagerð við innlenda og erlenda aðila, aðstoð við útboð og álitaefni er varða réttindi og skyldur nemenda

  • Ráðgjöf og gerð minnisblaða vegna dómsmála og mála hjá úrskurðaraðilum stjórnsýslunnar og umboðsmanni Alþingis

  • Þátttaka í nefndarstarfi og teymisvinnu innan skólans

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði

  • Þekking á sviði stjórnsýsluréttar og á öðrum sviðum opinbers réttar

  • Reynsla af lögfræðistörfum í opinberri stjórnsýslu æskileg

  • Hæfni í ritun lögfræðilegra texta, sem og nákvæmni í vinnubrögðum

  • Samskiptahæfni og hæfni til þátttöku í teymisvinnu

  • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum

  • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti

Auglýsing birt12. nóvember 2025
Umsóknarfrestur18. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Embættispróf í lögfræði
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar