

Deildarstjóri innkaupa og samningsstjórnunar
Skrifstofa fjármála styður við fjármál, innkaup og áhættustýringu sviðsins svo unnt sé að skapa öruggt og traust fjárhagslegt starfsumhverfi, ásamt því að fara með með leiðandi hlutverk í gerð og innleiðingu verkferla er varða fjármál og eftirfylgni þeirra. Einnig heyra undir skrifstofuna öll tryggingamál Reykjavíkurborgar.
Deild innkaupa og samningsstjórnunar er ný deild sem mun gegna miðlægu hlutverki við stýringu og samhæfingu innkaupa, samningsstjórnunar, kostnaðareftirlits og áhættustýringar. Deildin mun bera ábyrgð á samræmingu ferla og verklags, þjálfun og eftirliti í þessum málaflokkum í þeim tilgangi að auka samanburðarhæfni og draga úr óskilvirkni og áhættu. Deildin starfar eftir stefnum og reglum borgarinnar sem eiga við starfsemi deildarinnar.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf og því leitum við að drífandi einstaklingi með forystu- og samskiptahæfileika, greiningarhæfni og umbótamiðaða hugsun. Næsti yfirmaður er fjármálastjóri umhverfis- og skipulagssviðs.
- Ábyrgð á mótun nýrrar deildar, skipulagi hennar og faglegri starfsemi samkvæmt skilgreindu hlutverki deildarinnar. Í því felst m.a. að:
- Móta samræmda ferla, verklag og gagnagrunna í kringum málaflokka deildarinnar í þverfaglegu samstarfi við aðrar skrifstofur sviðs eða önnur svið borgarinnar.
- Veita stuðning og fræðslu og vera bakhjarl verkefnastjóra í flóknari verkefnum varðandi málaflokka deildarinnar.
- Annast eftirlit, frávikagreiningar og skýrslugjöf um árangur í málaflokkum deildarinnar.
- Leiðir áætlanagerð, skipulagningu og markmiðasetningu deildar í samræmi við stefnu, áherslur og markmið umhverfis- og skipulagssviðs.
- Ber ábyrgð á daglegri stjórnun deildar og er í forsvari fyrir þjónustu, faglega stjórnun mannauðs, fjármála, skipulags og verkefna deildarinnar.
- Er hluti af stjórnendateymi skrifstofu fjármála og tekur þátt í stefnumarkandi vinnu og áætlanagerð skrifstofunnar.
- Háskólapróf og framhaldsmenntun sem nýtist í starfi, s.s. viðskiptafræði, hagfræði, lögfræði eða sambærileg menntun.
- Víðtæk reynsla af starfssviði.
- Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar, verkefnastjórnunar, áhættustýringar og/eða opinberrar stjórnsýslu er kostur.
- Reynsla af stjórnun, áætlana- og samningagerð og innkaupum.
- Reynsla af gæðamálum og opinberri stjórnsýslu er kostur.
- Greiningar- og skipulagshæfni, áræðni og festa.
- Mjög góðir samskipta- og samvinnu-hæfileikar.
- Hæfni til að skapa öfluga liðsheild.
- Vilji til að leiða umbætur og breytingar.
- Góð tölvu- og tæknikunnátta og umbótamiðuð hugsun varðandi tæknilausnir.
- Íslenskukunnátta C1-C2 skv. evrópskum tungumálaramma og enskukunnátta B2-C1.
Íslenska
Enska










