

Deildarstjóri upplýsinga- og samskiptamála hjá Uppbyggingarsjóði EES í Brussel
Við leitum að öflugum og reyndum deildarstjóra upplýsinga- og samskiptamála hjá skrifstofu Uppbyggingarsjóðs Evrópska efnahagssvæðisins (Financial Mechanism Office, FMO) í Brussel.
Hlutverk deildarstjóra upplýsinga- og samskiptamála er að stýra deild sérfræðinga í samskiptamálum sem vinnur með samstarfaðilum í viðtökuríkjum sjóðsins, sem og innan EES-ríkjanna, að því að kynna þau tækifæri sem styrkveitingar sjóðsins fela í sér. Upplýsingafulltrúinn heyrir undir framkvæmdastjóra FMO og er hluti af stjórnendateymi skrifstofunnar.
Á grundvelli EES-samningsins er Ísland hluti af innri markaði Evrópu. Meginmarkmið Uppbyggingarsjóðsins er að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði í Evrópu og styrkja tvíhliða samstarf milli EES-ríkjanna (Íslands, Liechtenstein og Noregs) og viðtökuríkja sjóðsins innan Evrópusambandsins.
Við erum nú að hefja nýtt fjármögnunartímabil þar sem styrkjum að fjárhæð 3,2 milljarða evra er úthlutað til fimmtán viðtökuríkja. Á sama tíma erum við að ljúka fyrra fjármögnunartímabili þar sem 2,8 milljörðum evra var úthlutað.












