
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf
Íslyft / Steinbock þjónustan er elsta lyftaraþjónustufyrirtæki landsins og stærsti innflytjandi á tækjum og búnaði á Íslandi.
Við þjónum fjölbreyttum hópi viðskiptavina m.a. í fiskvinnslu, landbúnaði, verktökum, vöruhúsum, heildsölum, álverum og fleiri atvinnugreinum. Höfuðstöðvar félagsins eru á Kársnesi í Kópavogi og einnig er starfstöð á Akureyri.
Í dag er Íslyft / Steinbock Þjónustan talið með traustari fyrirtækjum landsins með áratuga reynslu á sínu sviði. Viðurkenningar Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki um áraraðir bera vott um þann árangur og orðspor sem fyrirtækið hefur skapað sér.

Bókari og DK-snillingur óskast!
Óskum eftir að ráða metnaðarfullan og framsækinn aðila til starfa í bókhaldið á skrifstofu okkar á Kársnesi í Kópavogi. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf fyrir einstakling sem hefur áhuga og góðan skilning á bókhaldi og DK-bókhaldskerfi.
Um er að ræða framtíðarstarf í traustu og öruggu fyrirtæki sem hefur verið starfandi í rúm 50 ár eða síðan 1972.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stafvæðing og almenn uppfærsla á bókhaldsferlum
- Færsla bókhalds, afstemmingar og vinnsla uppgjörs til endurskoðanda
- Reikningagerð og móttaka reikninga
- Launavinnsla
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þekking á bókhaldi og DK er skilyrði
- Menntun sem nýtist í starfi
- Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og jákvætt hugarfar
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð samskiptafærni á íslensku- og ensku
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins
- Starfsmannafélag
- Golfhermir
- Píluaðstaða
- Borðtennis og Pool-borð
Auglýsing birt18. mars 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Vesturvör 32A, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
DKSamskipti í símaSamskipti með tölvupósti
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

BÓKHALD
SG Hús

Sumarstarf í reikningshaldi
Míla hf

Bókari
Fönn

Launaráðgjafi mannauðslausna
Advania

Sumarstarf á fjármálasviði Breiðabliks
Breiðablik

Sérfræðingur í bókhaldi hjá Löggiltum endurskoðendum ehf
Löggiltir endurskoðendur ehf

Bókari
Pípulagnir Suðurlands

Skrifstofustjóri / Bókari
Steinsteypan

Starfsmaður í fjármáladeild
Ourhotels ehf. / Troll Expeditions / Formáli ehf.

Aðalbókari
Linde Gas

Fjármálastjóri / Chief Financial Officer -Your Friend In RVK
Your Friend In Reykjavik

Skrifstofustjóri
Expectus