Sagafilm
Sagafilm

Bókari framleiðsluverkefna

Sagafilm óskar eftir að ráða nákvæman og metnaðarfullan bókara sem mun bera ábyrgð á bókhaldi í framleiðsluverkefnum. Viðkomandi mun hafa umsjón með fjármálum kvikmyndaverkefna, tryggja nákvæma eftirfylgni með fjárhagsáætlunum, kostnaði og reglufylgni innan greinarinnar. Kostur er ef viðkomandi hefur reynslu af reikningshaldi í framleiðslu kvikmyndaverkefna.

Starfið felur í sér nána samvinnu við framleiðsluteymi og aðstoð við fjárhagsáætlanagerð, kostnaðarskýrslur og dagleg reikningshaldsverkefni frá undirbúningi til lokafrágangs.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Yfirfara og halda utan um fjárhagsáætlun verkefna, tryggja rétta skiptingu kostnaðar, eftirfylgni framleiðsluáætlunar og veita innsýn í fjárhagsstöðu.
  • Vöktun og skýrslugerð framleiðslukostnaðar til að veita framleiðendum og yfirstjórn yfirsýn yfir stöðu verkefna, brotið niður á einstaka þætti framleiðslunnar.
  • Aðstoð við gerð fjárstreymis- og fjárhagsáætlana og eftirfylgni með þeim gegnum allt framleiðsluferlið.
  • Umsjón með reikningum og greiðslum framleiðsluverkefna, hafa yfirsýn til að tryggja kostnaðareftirlit og traust samþykktarferli og að fjárhagsbókhald fái tímanlegar og áreiðanlegar upplýsingar.
  • Tryggja að verklag í framleiðslubókhaldi verkefna samræmist regluverki um bókhald, skatta og fjármálastefnu félagsins og skjalfesting viðskipta sýni rekjanleika þeirra fyrir skil gagna til yfirvalda og endurskoðenda.
  • Samstarf við framleiðendur, framleiðslustjóra og deildarstjóra til að veita fjárhagslega innsýn og ráðgjöf fyrir hagkvæmari lausnir.
  • Veita fjárhagslega ráðgjöf og aðstoð við framleiðsluteymi á öllum stigum framleiðsluferlisins, þar á meðal áætlanagerð fyrir verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Haldgóð reynsla af færslu bókhalds, afstemmingum og uppgjörum, sérstaklega fyrir kvikmyndaverkefni.
  • Þekking á fjármálaferlum framleiðsluverkefna, þar á meðal á gerð kostnaðaráætlana, kostnaðareftirlits og skýrslugjafar.
  • Nákvæmni og skipulagshæfni.
  • Þjónustulund ásamt framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum.
  • Sveigjanleiki og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Þekking á reikningshaldshugbúnaði sem notaður er við umsjón framleiðsluverkefna er kostur (t.d. Movie Magic Budgeting).
  • Reynsla af bókhaldskerfum (Business Central kostur) og töflureiknum, almennt tölvulæsi.
  • Gott vald á íslensku og ensku.

Sagafilm:

Sagafilm er eitt stærsta og rótgrónasta framleiðslufyrirtæki kvikmynda hérlendis, en það hefur verið starfandi frá 1978. Sögulega hefur fyrirtækið, auk þess að framleiða leiknar kvikmyndir og sjónvarpsefni, framleitt auglýsingar, rekið tækjaleigu og stúdíó og framleitt dagskrárefni fyrir sjónvarp o.fl.

Erlendir aðilar fjárfestu nýverið í félaginu sem hefur aukið fjárhagslegan styrk og getu til að sinna því kjarnahlutverki að framleiða leikið íslenskt efni. Það er búið að straumlínulaga starfsemina, draga úr yfirbyggingu og setja mark á að framleiða leikið efni, auk þess að þjónusta verkefni fyrir erlenda aðila. Það er verið að byggja upp bæði getu og tækjabúnað til að bæta samkeppnisstöðu og styðja við þá áherslubreytingu.

Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl 2025. Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar um starfið veita Sigríður Svava Sandholt ([email protected]) og Lea Kristín Guðmundsdóttir ([email protected]). Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Auglýsing birt9. apríl 2025
Umsóknarfrestur22. apríl 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Urðarhvarf 14, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfstemmingPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Microsoft Dynamics 365 Business CentralPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)