Malbikstöðin
Malbikstöðin
Malbikstöðin

Aðalbókari

Malbikstöðin óskar eftir að ráða drífandi og duglegan aðalbókara til starfa á skrifstofu sinni. Viðkomandi verður hluti af öflugu teymi á fjármálasviði fyrirtækisins sem er í örum vexti. Mikilvægt er að viðkomandi geti starfað af fagmennsku innan skipulagsins, tekið þátt í umbótaverkefnum og sýnt jákvætt viðhorf til breytinga og samvinnu við stjórnendur.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Verkbókhald og afstemmingar
  • Móttaka og skráninga reikninga
  • Þátttaka í uppgjörsvinnu
  • Þátttaka í umbótaverkefnum
  • Þróun og innleiðing verkferla og innra eftirlits á fjármálasviði
  • Önnur tilfallandi störf á fjármálasviði

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af bókhaldsstörfum og afstemmingum
  • Reynsla af þróun verkferla og/eða innra eftirliti er mikill kostur
  • Reynsla af samstæðureikningsskilum
  • Færni í að innleiða og nýta stafrænar lausnir í daglegu starfi er mikill kostur
  • Þekking á DK og Tímon er kostur
  • Nákvæmni, talnagleggni og jákvæðni
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum

Fríðindi í starfi

  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Fæði
  • Líkamsræktarstyrkur

Um Malbikstöðina

Malbikstöðin sem er stofnuð árið 2004 fagnaði nýverið 20 ára afmæli. Félagið hefur vaxið og dafnað vel frá stofnun þess en á árinu 2020 var reist ný framleiðslustöð fyrir malbik með áherslu á umhverfisvæna framleiðslu og endurvinnslu malbiks. Hjá fyrirtækinu starfa í dag um 60 manns við hin ýmsu störf. Félagið rekur tvö verkstæði, rannsóknarstofu, malbikshópa, fræshópa, malbiksframleiðslu, gæða- og umhverfiseftirlit, flotastýringu og skrifstofu.

Við leggjum ríka áherslu á virðingu og samvinnu í okkar störfum og njótum þess reglulega að gera eitthvað skemmtilegt saman.

Nánari upplýsingar um Malbikstöðina má sjá á heimasíðu félagsins www.malbikstodin.is

Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl 2025 en unnið er úr umsóknum um leið og þær berast. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.isog þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir aðilar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veita Þuríður Pétursdóttir ([email protected]) og Lea Kristín Guðmundsdóttir ([email protected]) í síma 511-1225.

Auglýsing birt9. apríl 2025
Umsóknarfrestur24. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Flugumýri 24-26 , 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar