
Bílstjóri með reynslu úr byggingargeiranum
HH Hús er öflugt byggingafyrirtæki stofnað árið 2003. Félagið sérhæfir sig í viðhaldi og endurbótum, meðal annars fyrir sveitarfélög, tryggingafélög og stærri fyrirtæki.
HH Hús er ört vaxandi félag og því leitum við að traustum og úrræðagóðum bílstjóra með reynslu úr byggingargeiranum. Við leggjum mikla áherslu á að þú hafir reynslu af smíðum og þekkir vel byggingarvörur og efni.
Hjá HH Hús leggjum við mikla áherslu á fagmennsku, gæði og góðan starfsanda í jákvæðu og traustu vinnuumhverfi.
-
Tryggja að byggingarefni sé keypt og komið á réttan stað á réttum tíma
-
Viðhalda góðum samskiptum við birgja, verslanir og verkstjóra
-
Ferma og afferma bílinn á verkstöðum
-
Sækja byggingarúrgang og farga honum í samræmi við reglur
-
Skila kvittunum og halda utan um útgjöld í samráði við bókara
-
Önnur tilfallandi verkefni
-
Ökuréttindi (B); aukin réttindi eru kostur en ekki skilyrði
-
Reynsla úr byggingargeiranum – smíðakunnátta eða innsýn nauðsynleg
-
Skipulögð, sjálfstæð og áreiðanleg vinnubrögð
-
Stundvísi, heiðarleiki og góð samskiptahæfni
-
Góð íslensku og ensku kunnátta
Íslenska
Enska










