

Selfoss - Bílstjóri í kvöldkeyrslu
Pósturinn leitar að starfsmanni til að sinna útkeyrslu sendinga á Selfossi.
Í starfinu felst vinnsla og útkeyrsla sendinga ásamt öðrum tilfallandi verkefnum og er unnið frá pósthúsinu á Selfossi.
Vinnutími er breytilegur frá kl. 16:00 a.m.k. þrjá daga í viku. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Hæfnikröfur:
- Bílpróf er skilyrði
- Íslenskukunnátta er skilyrði
- Almenn tölvukunnátta
- Rík þjónustulund og góð samskiptafærni
- Stundvísi og samviskusemi
- Jákvæðni og lausnamiðuð hugsun
Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar 2026. Öllum umsækjendum verður svarað og farið er með umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Hulda Waage rekstrarstjóri - í tölvupósti [email protected].
Hjá Póstinum starfar lausnamiðað starfsfólk sem tekur fagnandi á móti síbreytilegum áskorunum þar sem liðsheild, þjálfun og góður starfsandi er í forgrunni. Pósturinn leggur sitt lóð á vogarskálar til að stuðla að sjálfbærni og hefur uppfyllt öll markmið Grænna skrefa. Pósturinn er jafnlaunavottað fyrirtæki.
Íslenska
Enska










