
Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart ásamt þjónustu og viðhaldi fyrir viðskiptavini Öskju, bæði til einstaklinga og fyrirtækja.
Við vitum að eitt mesta virði okkar felst í góðum mannauð.
Hjá Öskju starfar samheldin og fjölbreyttur hópur sem býr yfir brennandi áhuga í sínu fagi, framúrskarandi þjónustulund og metnaði til ná árangri. Askja býður upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir starfsfólk, eitt fullkomnasta bifreiðaverkstæði landsins, glæsilega sýningarsali og varahlutaþjónustu.
Lögð er sérstök áhersla á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina með því að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku og heiðarleika.
Askja er staðsett á Krókhálsi í þremur húsnæðum. Askja notaðir bílar eru á Krókhálsi 7 þar sem við bjóðum upp á úrval notaðra bíla frá öllum bílaframleiðendum. Sýningarsalur Mercedes-Benz og smart er á Krókhálsi 11 ásamt höfuðstöðvum Öskju og skrifstofu og svo sýningarsalur Kia og Honda á Krókhálsi 13.

Afleysing í innri bílaleigu og Öskjuskutlu
Við leitum að þjónustuliprum og ábyrgum aðila til að sinna afleysingu í innri bílaleigu og Öskjuskutlu næstu tvo mánuði.
Hjá Öskju starfar öflugur hópur starfsfólks, en fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart. Markmið fyrirtækisins er að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskiptavina og markaðssetningu þeirrar vöru sem fyrirtækið selur og þjónustar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Akstur viðskiptavina til og frá fyrirtækinu
- Útkeyrsla og sendiferðir
- Undirbúningur bílaleigubíla, skráning, þrif o.þ.h.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þjónustulund og samskiptahæfni
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Ökuréttindi og góð ökufærni
- Íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing birt13. ágúst 2025
Umsóknarfrestur17. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Krókháls 13, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiÖkuréttindiSjálfstæð vinnubrögðÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Bílstjóri á sendibíl
Sendibílar Íslands

Bílstjóri í afleysingar
Skólamatur

Umsjón og aðstoð við dreifingu, húsnæði og lager
Intellecta

Lagerstarf
AB Varahlutir

Starf hjá bílaleigu /Job at a car rental
Icerental4x4

Meiraprófsbílstjóri (CE) og starfsmaður á útisvæði - Einingaverksmiðjan
Einingaverksmiðjan

Framleiðsla og útkeyrsla / Production and driving
Brauð & co.

Störf í áfyllingu
Ölgerðin

Bílstjóri
Fiskbúðin Laugardal ehf.

Ferðaþjónusta fatlaðra - Akstur
Teitur

Bílstjóri - Driver
Icetransport

Starfsmaður í aksturþjónustu fyrir fatlað fólk
Fjarðabyggð