

Umsjón og aðstoð við dreifingu, húsnæði og lager
Traust fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða þjónustulundaðan og lausnamiðaðan einstakling til að sinna fjölbreyttum verkefnum sem tengjast vörudreifingu, umsjón með lager, léttu viðhaldi og almennri aðstoð innan fyrirtækjaumhverfisins. Starfið krefst sjálfstæðis í vinnubrögðum, góðrar skipulagshæfni og góðrar samskiptafærni.
Helstu verkefni
- Dreifing á vörum til sölustaða, áfylling, framstilling og eftirfylgni.
- Samskipti við verslanir og söluaðila.
- Umsjón með lager, s.s. móttaka sendinga, frágangur, skipulag og regluleg vörutalning.
- Undirbúningur og afhending vara til pökkunar eða sendingar.
- Umsjón með húsnæði, frágangur og létt viðhaldsverkefni.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Hæfniskröfur:
- Reynsla af sambærilegum verkefnum er æskileg.
- Ökuréttindi eru skilyrði.
- Góð samskiptafærni og þjónustulund.
- Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
- Íslenskukunnátta er skilyrði.
Umsóknarfrestur er til og með 24. ágúst 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir aðilar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veita Lea Kristín Guðmundsdóttir ([email protected]) og Þuríður Pétursdóttir ([email protected]) í síma 511-1225.












